Fréttir

- Samfélagsmál

Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans. Landsbankinn veitir 20 milljónum króna í samfélagsstyrki árið 2014 sem úthlutað er í tvennu lagi. Umsóknarfrestur seinni úthlutunar er til mánudagsins 6. október 2014 og verða styrkþegar kynntir í desember næstkomandi. Dómnefnd er skipuð fagfólki á hverju sviði og er meirihlutinn skipaður fólki utan bankans.

Sæktu um samfélagsstyrk

Samfélagsstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal í mannúðarmálum, menningu og listum, menntun, rannsóknum og vísindum, einnig forvarna- og æskulýðsstarfi og sértækri útgáfustarfsemi. Samfélagsstyrkir eru hluti af Samfélagssjóði bankans en hann hefur það hlutverk að veita styrki til verðugra verkefna.  Árlega eru ferns konar styrkir veittir: Námsstyrkir, nýsköpunarstyrkir, samfélagsstyrkir og umhverfisstyrkir en afreksstyrkir eru veittir annað hvert ár.

Á hvoru úthlutunartímabili verða veittir eftirfarandi styrkir:

  • Fimm styrkir að upphæð 1.000.000 kr. hver
  • Fimm styrkir að upphæð 500.000 kr. hver
  • Tíu styrkir að upphæð 250.000 kr. hver.

Verkefni sem einkum koma til greina:

  • Verkefni mannúðarsamtaka og góðgerðarfélaga
  • Verkefni á sviði menningar og lista
  • Menntamál, rannsóknir og vísindi
  • Forvarna- og æskulýðsstarf
  • Sértæk útgáfustarfsemi

Sæktu um samfélagsstyrk

Samfélagsmál - 15. október 2019 10:30

Landsbankinn + Iceland Airwaves kynna: Tómas Welding

Landsbankinn hitar upp fyrir Iceland Airwaves með því að birta ný myndbönd og viðtöl við ungt tónlistarfólk á Iceland Airwaves-vef bankans. Nú er komið að síðasta myndbandinu sem er með söngvaranum Tómasi Welding.


Nánar

Samfélagsmál - 23. september 2019 14:09

Landsbankinn skrifar undir ný viðmið SÞ um ábyrga bankastarfsemi

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, skrifaði undir ný viðmið um ábyrga bankastarfsemi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 22. september. Þetta er viðamesta samstarfsverkefni alþjóðlega bankakerfisins og Sameinuðu þjóðanna hingað til.


Nánar

Fréttasafn