Fréttir

- Samfélagsmál

Landsbankinn úthlutar styrkjum vegna Akureyrarvöku

Landsbankinn hefur úthlutað styrkjum til níu verkefna og viðburða á Akureyrarvöku en samtals voru veittar 400 þúsund krónur til verkefnanna. Styrkveitingin er hluti af samstarfi Akureyrarstofu og Landsbankans sem hefur verið bakhjarl Akureyrarvöku um árabil.

Markmiðið með styrkjunum er að veita hóflega styrki til einstaklinga og hópa sem munu skipuleggja fjölbreytta og áhugaverða viðburði á Akureyrarvöku. Fjárstuðningur Landsbankans vegna Akureyrarvöku rennur því beint til listamanna og hópa sem koma fram á Akureyrarvöku. Þetta er í fyrsta sinn sem Landsbankinn og Akureyrarstofa standa að styrkveitingunni en í úthlutunarnefnd sátu fulltrúar frá Akureyrarstofu og  Landsbankanum.

Fulltrúar þeirra verkefna sem hlutu styrk frá Landsbankanum vegna Akureyrarvöku.

Um Akureyrarvöku

Akureyrarvaka er árleg bæjarhátíð og verður haldin dagana 29.-31. ágúst. Þemað að þessu sinni er AL-menning fyrir almenning þar sem enn meiri áhersla verður lögð á að fá íbúa til að taka þátt og njóta. Vísindasetrið, Draugaslóðin í Innbænum, Rökkurró, líflegt Listagil og tónlist munu spila stórt hlutverk ásamt mörgum öðrum viðburðum.

Akureyrarvaka 2014 – styrkþegar

  • Axel Flóvent og Rakel Sigurðardóttir – Tónlistarflutningur á viðburðinum Horfðu til himins.
  • Blues Brothers – Tónleikar á karnivalinu í Gilinu.
  • Brynjar Jóhannesson og Drífa Thoroddsen – Vegfarendur geta pantað sér ljóð í göngugötunni.
  • Eva Reykjalín – Zumba-námskeið á Ráðhústorgi.
  • Kristján Atli Baldursson – Ljósmyndasýningin Fallegi bærinn minn.
  • Sjálfsprottin spévísi – Tónleikar á þakinu á Kaffi Amor.
  • Skapandi sumarstörf – Ungmenni koma fram sem þekktar persónur úr sögu Akureyrar.
  • Ungmennalistahópurinn Kaþarsis – Samsýningin Fortíð, nútíð, framtíð.
  • Þorgils Gíslason – Tónlist The Doors og ljóð Jims Morrisons í nýrri íslenskri þýðingu.

Dagskrá Akureyrarvöku

Forsíða - 19. maí 2020 09:27

Landsbankinn leiðandi í Evrópu samkvæmt mælingu Sustainalytics

Landsbankinn fær enn betri einkunn en áður í nýju UFS-áhættumati frá Sustainalytics og lækkar úr 17,5 niður í 13,5 stig á skala sem nær upp í 100. Landsbankinn er nú í 2. sæti af 382 bönkum sem fyrirtækið hefur mælt í Evrópu.


Nánar

Samfélagsmál - 27. mars 2020 13:00

Samfélagsskýrsla Landsbankans aðgengileg á netinu

Samfélagsskýrsla Landsbankans fyrir árið 2019 er nú aðgengileg á vef bankans. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um samfélagsábyrgð bankans og áhrif starfseminnar á umhverfi og samfélag.


Nánar