Fréttir

- Samfélagsmál

Heiðarskóli vann Skólahreysti - myndasafn

Heiðarskóli úr Reykjanesbæ bar sigur úr býtum í Skólahreysti árið 2014 eftir æsispennandi úrslitakeppni í Laugardalshöll á föstudag. Stemningin var engu lík í Höllinni en keppnin var einnig sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Tólf bestu skólar mættust í úrslitum og hefur keppnin sjaldan verið eins jöfn og hörð og ljóst er að mikil áhersla hefur verið lögð á æfingar í skólunum í vetur. Skólahreysti er í boði Landsbankans sem tók við sem aðalbakhjarl keppninnar í vetur.

Holtaskóli úr Reykjanesbæ tryggði sér annað sætið með góðum endaspretti og Seljaskóli varð í þriðja sæti í sinni fyrstu úrslitakeppni. Heiðarskóli endurheimti nú titilinn sem skólinn vann í fyrsta og eina skiptið árið 2010. Holtaskóli hafði unnið keppnina síðustu þrjú ár.

Aðrir sem tóku þátt í úrslitum voru Fellaskóli í Fellabæ, Grundaskóli, Grunnskólinn á Þingeyri, Hvolsskóli, Lágafellsskóli, Síðuskóli, Valhúsaskóli, Vallaskóli og Varmahlíðarskóli.

Sigurlið Heiðarskóla skipaði þau:

  • Andri Már Ingvarsson sem tók upphífingar og dýfur
  • Elma Rósný Arnardóttir sem tók armbeygjur og hreystigreip
  • Arnór Elí Guðjónsson tók hraðaþraut
  • Katla Rún Garðarsdóttir tók hraðaþraut

Vegleg verðlaun

Landsbankinn veitti nemendafélögum þriggja efstu skólanna vegleg peningaverðlaun. Keppendur sigurliðsins fengu einnig vegleg verðlaun.

Myndasafn frá úrslitum Skólahreysti

Nánar um Skólahreysti


Sigurlið Heiðarskóla fagnar sigrinum ákaft.

Holtaskóli nældi sér í annað sætið með góðum endaspretti og Seljaskóli varð í þriðja sæti í sinni fyrstu ferð í úrslitin.

Samfélagsmál - 15. október 2019 10:30

Landsbankinn + Iceland Airwaves kynna: Tómas Welding

Landsbankinn hitar upp fyrir Iceland Airwaves með því að birta ný myndbönd og viðtöl við ungt tónlistarfólk á Iceland Airwaves-vef bankans. Nú er komið að síðasta myndbandinu sem er með söngvaranum Tómasi Welding.


Nánar

Samfélagsmál - 23. september 2019 14:09

Landsbankinn skrifar undir ný viðmið SÞ um ábyrga bankastarfsemi

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, skrifaði undir ný viðmið um ábyrga bankastarfsemi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 22. september. Þetta er viðamesta samstarfsverkefni alþjóðlega bankakerfisins og Sameinuðu þjóðanna hingað til.


Nánar

Fréttasafn