Fréttir

- Samfélagsmál

Skólahreysti hefst í dag

Skólahreysti hefst í dag með látum. Fyrstu tveir undanriðlarnir fara fram á Akureyri en þar eigast við 18 skólar af Norðurlandi. Sigurvegarar í hvorum riðli vinna sér sæti í úrslitakeppninni í maí.

Landsbankinn er bakhjarl Skólahreysti og það var mikil stemning í útibúinu á Akureyri í morgun en þar klæddust starfsmenn fallegum Skólahreystibol í tilefni dagsins.

Undirbúningur við uppsetningu nýrrar brautar fyrir Skólahreysti er í fullum gangi þessa stundina í Íþróttahöllinni á Akureyri. Nýtt útlit Skólahreysti er þar í öndvegi.

Starfsfólk Landsbankans á Akureyri í miklu stuði í morgun.
Undirbúningur fyrir Skólahreysti er í fullum gangi en fyrsta keppnin fer fram í dag.

Nánar um skólahreysti

Samfélagsmál - 15. október 2019 10:30

Landsbankinn + Iceland Airwaves kynna: Tómas Welding

Landsbankinn hitar upp fyrir Iceland Airwaves með því að birta ný myndbönd og viðtöl við ungt tónlistarfólk á Iceland Airwaves-vef bankans. Nú er komið að síðasta myndbandinu sem er með söngvaranum Tómasi Welding.


Nánar

Samfélagsmál - 23. september 2019 14:09

Landsbankinn skrifar undir ný viðmið SÞ um ábyrga bankastarfsemi

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, skrifaði undir ný viðmið um ábyrga bankastarfsemi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 22. september. Þetta er viðamesta samstarfsverkefni alþjóðlega bankakerfisins og Sameinuðu þjóðanna hingað til.


Nánar

Fréttasafn