Fréttir

- Samfélagsmál

Skólahreysti hefst í dag

Skólahreysti hefst í dag með látum. Fyrstu tveir undanriðlarnir fara fram á Akureyri en þar eigast við 18 skólar af Norðurlandi. Sigurvegarar í hvorum riðli vinna sér sæti í úrslitakeppninni í maí.

Landsbankinn er bakhjarl Skólahreysti og það var mikil stemning í útibúinu á Akureyri í morgun en þar klæddust starfsmenn fallegum Skólahreystibol í tilefni dagsins.

Undirbúningur við uppsetningu nýrrar brautar fyrir Skólahreysti er í fullum gangi þessa stundina í Íþróttahöllinni á Akureyri. Nýtt útlit Skólahreysti er þar í öndvegi.

Starfsfólk Landsbankans á Akureyri í miklu stuði í morgun.
Undirbúningur fyrir Skólahreysti er í fullum gangi en fyrsta keppnin fer fram í dag.

Nánar um skólahreysti

Samfélagsmál - 19. maí 2020 09:27

Landsbankinn leiðandi í Evrópu samkvæmt mælingu Sustainalytics

Landsbankinn fær enn betri einkunn en áður í nýju UFS-áhættumati frá Sustainalytics og lækkar úr 17,5 niður í 13,5 stig á skala sem nær upp í 100. Landsbankinn er nú í 2. sæti af 382 bönkum sem fyrirtækið hefur mælt í Evrópu.


Nánar

Samfélagsmál - 27. mars 2020 13:00

Samfélagsskýrsla Landsbankans aðgengileg á netinu

Samfélagsskýrsla Landsbankans fyrir árið 2019 er nú aðgengileg á vef bankans. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um samfélagsábyrgð bankans og áhrif starfseminnar á umhverfi og samfélag.


Nánar