Fréttir

- Samfélagsmál

Auglýst eftir umsóknum um umhverfisstyrki og samfélagsstyrki

Landsbankinn hefur auglýst eftir umsóknum um umhverfis- og samfélagsstyrki. Veittar verða fimm milljónir króna í umhverfisstyrki og 15 milljónir króna í samfélagsstyrki. Umsóknarfrestur um umhverfisstyrki rennur út mánudaginn 6. maí en í tilviki samfélagsstyrkja rennur fresturinn út mánudaginn 13. maí.

Umhverfisstyrkir

Markmið Landsbankans með veitingu umhverfisstyrkja er í samræmi við stefnu bankans um samfélagslega ábyrgð. Landsbankinn ætlar að taka virkan þátt í að byggja upp sjálfbært samfélag þar sem efnahags-, samfélags- og umhverfismálum er fléttað saman við starfshætti bankans. Dómnefnd er skipuð sérfræðingum á sviði náttúru- og umhverfisverndar.

Nánar um umhverfisstyrki

Samfélagsstyrkir

Samfélagsstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal í mannúðarmálum, menningu og listum, menntun, rannsóknum og vísindum, einnig forvarna- og æskulýðsstarfi og sértækri útgáfustarfsemi. Dómnefnd er skipuð fagfólki á hverju sviði og er meirihlutinn skipaður fólki utan bankans.

Nánar um samfélagsstyrki

Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita árlega styrki til verðugra verkefna. Árlega eru veittir styrkir í fjórum meginflokkum; námsstyrki, nýsköpunarstyrki, samfélagsstyrki og umhverfisstyrki.

Samfélagsmál - 19. maí 2020 09:27

Landsbankinn leiðandi í Evrópu samkvæmt mælingu Sustainalytics

Landsbankinn fær enn betri einkunn en áður í nýju UFS-áhættumati frá Sustainalytics og lækkar úr 17,5 niður í 13,5 stig á skala sem nær upp í 100. Landsbankinn er nú í 2. sæti af 382 bönkum sem fyrirtækið hefur mælt í Evrópu.


Nánar

Samfélagsmál - 27. mars 2020 13:00

Samfélagsskýrsla Landsbankans aðgengileg á netinu

Samfélagsskýrsla Landsbankans fyrir árið 2019 er nú aðgengileg á vef bankans. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um samfélagsábyrgð bankans og áhrif starfseminnar á umhverfi og samfélag.


Nánar