Fréttir

- Samfélagsmál

Auglýst eftir umsóknum um umhverfisstyrki og samfélagsstyrki

Landsbankinn hefur auglýst eftir umsóknum um umhverfis- og samfélagsstyrki. Veittar verða fimm milljónir króna í umhverfisstyrki og 15 milljónir króna í samfélagsstyrki. Umsóknarfrestur um umhverfisstyrki rennur út mánudaginn 6. maí en í tilviki samfélagsstyrkja rennur fresturinn út mánudaginn 13. maí.

Umhverfisstyrkir

Markmið Landsbankans með veitingu umhverfisstyrkja er í samræmi við stefnu bankans um samfélagslega ábyrgð. Landsbankinn ætlar að taka virkan þátt í að byggja upp sjálfbært samfélag þar sem efnahags-, samfélags- og umhverfismálum er fléttað saman við starfshætti bankans. Dómnefnd er skipuð sérfræðingum á sviði náttúru- og umhverfisverndar.

Nánar um umhverfisstyrki

Samfélagsstyrkir

Samfélagsstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal í mannúðarmálum, menningu og listum, menntun, rannsóknum og vísindum, einnig forvarna- og æskulýðsstarfi og sértækri útgáfustarfsemi. Dómnefnd er skipuð fagfólki á hverju sviði og er meirihlutinn skipaður fólki utan bankans.

Nánar um samfélagsstyrki

Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita árlega styrki til verðugra verkefna. Árlega eru veittir styrkir í fjórum meginflokkum; námsstyrki, nýsköpunarstyrki, samfélagsstyrki og umhverfisstyrki.

Samfélagsmál - 19. júní 2020 11:17

„Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ í útibúum Landsbankans

Þann 17. júní fengu landsmenn bréf með yfirskriftinni „Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ sent í aldreifingu með Morgunblaðinu. Fleiri eintök er m.a. hægt að nálgast í útibúum Landsbankans um allt land.


Nánar

Samfélagsmál - 02. júní 2020 11:17

Lindaskóli varði titilinn í Skólahreysti

Lindaskóli í Kópavogi sigraði Skólahreysti 2020 og vann þar með keppnina annað árið í röð. Úrslitakeppnin fór fram í Laugardalshöll laugardaginn 30. maí og var æsispennandi allt til enda.


Nánar