Ábyrg viðskipti

Landsbankinn ætlar sér að hafa forystu um að byggja upp velferð til framtíðar í íslensku samfélagi. Bankinn hefur markað sér stefnu í samfélagslegri ábyrgð þar sem efnahags-, samfélags- og umhverfismálum er fléttað saman við starfshætti bankans.

Ábyrgar fjárfestingar

Stefna Landsbankans varðandi ábyrgar fjárfestingar er sett með hliðsjón af reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI) sem Landsbankinn er aðili að. Stefnan tekur mið af reglum Landsbankans sem m.a. fjalla um áhættuvilja, stórar áhættuskuldbindingar og hámark heildaráhættu, rekstraráhættu, orðsporsáhættu, lausafjáráhættu og góða stjórnarhætti.

Landsbankinn vill vera í fararbroddi hvað varðar ábyrgar fjárfestingar á Íslandi þar sem slík stefna hefur jákvæð áhrif á ávöxtun fjárfestinga til lengri tíma og dregur úr rekstraráhættu.

Framkvæmdastjórn Landsbankans samþykkir stefnuna og fylgist með að henni sé framfylgt. Stefnan er endurskoðuð árlega.

Landsbankinn tók þátt í stofnun Samtaka um ábyrgar fjárfestingar, IcelandSif, 13. nóvember 2017. Tilgangur samtakanna er að stuðla að aukinni þekkingu og umræðu um aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga.

Framvinduskýrsla vegna PRI

Nánar um ábyrgar fjárfestingar

 

Samskipti við birgja

Landsbankinn á viðskipti við fjölmarga birgja og þjónustuaðila. Bankinn á í góðu samstarfi við þessa aðila og leitast við að gæta sanngirnis, jafnræðis og meðalhófs í samskiptum við þá, bankanum og samfélaginu til hagsbóta.

Landsbankinn tekur tillit til umhverfis- og samfélagsstefnu í viðskiptum sínum við birgja og þjónustuaðila. Jafnframt styður bankinn þá í að auka og þróa umhverfisvitund í starfsemi sinni.

Landsbankinn leitast við að kaupa vörur og þjónustu í nærsamfélaginu sé því við komið út frá fjárhagslegri hagkvæmni og faglegum sjónarmiðum. Landsbankinn velur þá birgja og vörur sem eru fjárhagslega hagkvæmastar fyrir bankann.


Landsbankinn leggur áherslu á að nota rafræna reikninga í viðskiptum sínum.

Landsbankinn beitir markvissum og skipulögðum vinnubrögðum við innkaup og fer eftir gildandi stöðlum og reglum til að stuðla að heilbrigðri samkeppni. Samskipti við birgja og þjónustuaðila eru endurskoðuð reglubundið.

Landsbankinn skilgreinir verk- og ábyrgðarskiptingu varðandi innkaup á vörum og þjónustu. Starfsmenn Landsbankans gæta trúnaðar um þá vitneskju sem þeir fá í samskiptum við birgja og þjónustuaðila.

Nánar um birgja