Samfélagsábyrgð

Landsbankinn hefur markað sér stefnu í samfélagsábyrgð þar sem efnahags-, samfélags- og umhverfismálum er fléttað saman við starfshætti bankans. Stefnan miðar að því að stuðla að sjálfbærni í íslensku samfélagi, vera hreyfiafl og starfa eftir ábyrgum stjórnarháttum í rekstri bankans.

Samfélagsstefna

Samfélagsstefna Landsbankans miðar að því að stuðla að sjálfbærni í íslensku samfélagi, vera hreyfiafl og starfa eftir ábyrgum stjórnarháttum við rekstur bankans. Efnahagslíf, samfélag og náttúra eru hluti af sama kerfinu og vöxtur þess getur ekki farið út fyrir þau endanlegu takmörk sem náttúran setur. Sjálfbærni vistkerfa og öflugt atvinnulíf eru samþætt og samrýmanleg en ekki andstæður.

Við ætlum að vera hreyfiafl í samfélaginu með því að eiga frumkvæði að samstarfi við fyrirtæki, stofnanir og samtök um þróun á atvinnuháttum og innviðum sem stuðla að aukinni sjálfbærni íslensk atvinnulífs og samfélags með það að markmiði að tækifæri Íslands í þessu sambandi verði nýtt með sem bestum hætti fyrir land og þjóð til framtíðar. Saman sköpum við ný viðskiptatækifæri með áherslu á sjálfbærni.

Stefna Landsbankans er að vera til fyrirmyndar og vera traustur samherji í fjármálum. Við ætlum að vera í fremstu röð hvað varðar samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi.

Nánar um samfélagsstefnuna


Samfélagsverkefni í deiglunni

Úthlutanir úr Menningarnæturpotti Landsbankans

Alls fengu 25 verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans þann 9. ágúst. Hægt verður að sjá afrakstur þeirra á Menningarnótt 19. ágúst. Veittir voru styrkir á bilinu 100-350 þúsund kr. til einstaklinga og hópa, samtals fjórar milljónir króna. Um er að ræða samstarfsverkefni Landsbankans og Höfuðborgarstofu en bankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi.

Áhersla lögð á Hlemm

Starfshópur á vegum Höfuðborgarstofu valdi styrkþegana úr hópi 70 umsókna en þetta er í áttunda skipti sem veitt er úr Menningarnæturpottinum. Við úthlutunina var lögð áhersla á að styðja skemmtilega og frumlega viðburði. Áherslusvæðið í ár er Hlemmur og þar í kring og var tekið tillit til þess í styrkveitingunni. Svæðið hefur verið að byggjast hratt upp síðustu misseri og verður Hlemmur Mathöll t.d. opnuð þar á næstu dögum þar sem 10 veitingastaðir og kaupmenn bjóða upp á alls kyns kræsingar.

Landsbankinn mun til viðbótar við styrkina standa fyrir árvissri dagskrá í útibúi sínu í Austurstræti á Menningarnótt.

Nánar um styrkveitinguna

 

Úthlutun úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans

Samstarfssamningur Hinsegin daga og og Landsbankans var endurnýjaður 21. júní síðastliðinn. Landsbankinn hefur um árabil verið bakhjarl Hinsegin daga en í nýja samningnum er í fyrsta sinn kveðið á um að bankinn og Hinsegin dagar standi saman að Gleðigöngupotti.

Opið var fyrir umsóknir um styrki úr pottinum dagana 29. júní til 16. júlí og hefur dómnefnd, skipuð af stjórn Hinsegin daga, verið að störfum frá þeim degi.

Dómnefndina skipuðu Eva María Þórarinsdóttir Lange – formaður Hinsegin daga, Gunnlaugur Bragi Björnsson – gjaldkeri Hinsegin daga, Setta María f.h. göngustjórnar Gleðigöngu Hinsegin daga, Daníel Arnarson – framkvæmdastjóri Samtakanna ’78 og Margrét Erla Maack – fjölmiðla- og fjöllistakona.

Markmiðið með pottinum er að styðja einstaklinga og smærri hópa við undirbúning og framkvæmd atriða í Gleðigöngu Hinsegin daga og þannig auðvelda þátttöku í Hinsegin dögum. Landsbankinn leggur 1,5 milljón króna í pottinn auk annars stuðnings við hátíðina.

Gleðiganga Hinsegin daga fer fram laugardaginn 12. ágúst.

Nánari upplýsingar um styrkveitinguna

Samstarf

Landsbankinn á í samstarfi á sviði samfélagslegrar ábyrgðar bæði hér á landi og erlendis. Bankinn er einn stofnaðila þekkingarseturs um samfélagslega ábyrgð, aðili að UN Global Compact, einn af stofnendum norrænnar deildar innan UNEP FI og fylgir leiðbeiningarstaðlinum ISO 26000.

Nánar um samstarfið


Þetta tengist líka Samfélagsstefnu Landsbankans - með beinum eða óbeinum hætti