RSA app eða lykill

Innskráning með appi eða auðkennislykili

Landsbankinn býður tvær leiðir til að framkalla auðkennisnúmer fyrir innskráningu í netbanka fyrirtækja: með appi annars vegar og auðkennislykli úr plasti hins vegar. Báðar leiðirnar eru auðveldar í notkun og sporna gegn því að óviðkomandi komist yfir upplýsingar. Nota má appið og auðkennislykilinn jöfnum höndum, allt eftir því hvað hentar betur hverju sinni.

RSA auðkennislykill

1. Sæktu RSA auðkennislykil

Þú getur sótt RSA auðkennislykil
í næsta útibú.

Útibúanet Landsbankans

2. Virkjaðu RSA auðkennislykil

Leiðbeiningar um virkjun RSA auðkennislykla

Hafðu samband og pantaðu kynningu

  • Sérfræðingar aðstoða þig og veita þér ráðgjöf í síma 410 5000.
  • Einnig getur þú sent fyrirspurn á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is.

Ég er með Windows síma.
Hvað á ég að gera?

Í iPhone og Android útgáfum appsins er innbyggður QR lesari sem einfaldar virkjunarferlið til muna. Appið er vissulega til fyrir aðrar gerðir líka (svo sem Windows síma) en þar er QR lesari ekki innifalinn ennþá. Þeir símanotendur eru því hvattir til að sækja sér RSA plastlykil í næsta útibú – eða virkja appið án QR lesarans. Landsbankinn kynnir öpp fyrir fleiri símagerðir þegar þau líta dagsins ljós.

Fleiri spurningar um appið