Öryggiskerfi netbankans

Öryggiskerfi netbankans

Öryggiskerfi Landsbankans fyrir netbanka einstaklinga hámarkar öryggi notandans, gerir auðkennislykla óþarfa, eykur þægindi við notkun og dregur úr líkum á fjársvikum og annarri misnotkun.

Ekki þarf að nota auðkennislykil við innskráningu og aðgerðir í netbankanum.

Öryggiskerfið lærir að þekkja hegðun notandans og biður um staðfestingu á auðkenni, t.d. með því að svara öryggisspurningu eða símtali úr kerfinu, ef brugðið er út af hefðbundinni notkun. Að öllu jöfnu finnur viðskiptavinurinn þó ekki fyrir kerfinu.

Landsbankinn var fyrsti bankinn á Norðurlöndum sem innleiddi þessa lausn en á heimsvísu notast yfir 6.000 bankar við kerfið, með um 350 milljón netbankanotendur.