Verndun reikningsupplýsinga

Verndun reikningsupplýsinga

Landsbankinn gefur þér lykilorð og notandanafn til að þú getir skráð þig inn í netbankann, farsímabankann eða appið og framkvæmt ýmsar aðgerðir. Það er mikilvægt að þú varðveitir þessar upplýsingar.

  • Vertu viss um að aðrir geti ekki komist yfir öryggisupplýsingar þínar (t.d. með því að nota ekki sameiginlegt netfang eða farsíma).
  • Leggðu PIN-númer, leyniorð og lykilorð á minnið og eyðileggðu bréf sem innihalda þessar upplýsingar.
  • Veldu lykilorð eða leyninúmer sem erfitt er að giska á. Ekki er gott að velja talnaraðir s.s. 1234 eða fæðingardaginn þinn.
  • Aldrei gefa upp PIN-númer, leyninúmer eða lykilorð. Aldrei skrifa þessar upplýsingar niður því það eykur hættu á að aðrir komist yfir þær.
  • Aldrei veita neinum aðgang að tölvubúnaði þínum, s.s. tölvu eða síma, ef PIN-númerið, leyninúmerið eða lykilorðið þitt eru vistaðar þar.
  • Hafðu samband við okkur án tafar ef þú heldur að einhver hafi notað eða geti notað greiðslukortið þitt, PIN-númerið eða lykilorðið.
  • Farðu með gát þegar þú notar netbankann og farsímabankann. Skráðu þig út eftir hverja heimsókn og ekki skilja tölvuna þína eða símann eftir á glámbekk þegar þú ert innskráður.
  • Framkvæmdu reglulega öryggisathugun og uppfærðu hugbúnað reglulega.
  • Uppfylltu öryggiskröfur fyrir tölvuna þína og farsíma. Uppfylltu einnig þær kröfur sem við kunnum að tilkynna þér um.

Hafðu samband

Ef þú telur að þú hafir orðið fyrir fjársvikum hvetjum við þig til að láta okkur vita og eftir atvikum kæra málið til lögreglu.

Þú getur sent tölvupóst til Þjónustuvers í netfangið landsbankinn@landsbankinn.is eða hringt í síma 410 4000.

Verum vakandi

Landsbankinn vill stuðla að auknu netöryggi. Á sérstöku svæði á Umræðunni má finna aðgengilega umfjöllun um netöryggi og ráðleggingar um hvernig forðast má netsvik.

Lesa á Umræðunni