Samvinna SFF

Samvinna á vettvangi SFF (Samtaka fjármálafyrirtækja)

Íslensk fjármálafyrirtæki standa mjög framarlega á sviði öryggismála og er sú vinna í stöðugri þróun undir forystu Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF). SFF eiga í nánu samstarfi við Póst- og fjarskiptastofnun, lögreglu og fleiri aðila um aðgerðir til að tryggja áframhaldandi öryggi í netviðskiptum.

Við bendum þér sérstaklega á leiðbeiningar frá SFF. Þar eru upplýsingar um hvað beri að varast við meðferð aðgangsupplýsinga og upplýsingum um hvað ber almennt að varast við netnotkun.

Einnig eru góðar upplýsingar um netöryggi að finna á www.netoryggi.is.

Hafðu samband

Ef þú telur að þú hafir orðið fyrir fjársvikum hvetjum við þig til að láta okkur vita og eftir atvikum kæra málið til lögreglu.

Þú getur sent tölvupóst til Þjónustuvers í netfangið landsbankinn@landsbankinn.is eða hringt í síma 410 4000.

Verum vakandi

Landsbankinn vill stuðla að auknu netöryggi. Á sérstöku svæði á Umræðunni má finna aðgengilega umfjöllun um netöryggi og ráðleggingar um hvernig forðast má netsvik.

Lesa á Umræðunni