Netverslun

Svik í netverslun

Svik í netverslun geta falið í sér að fjársvikarar auglýsa vörur eða þjónustu sem er ekki til eða er ekki þeirra að selja. Þeir reyna að sannfæra viðtakanda um að senda greiðslu til fjársvikara í skiptum fyrir vörur. Í tilvikum sem þessum skila vörurnar sér aldrei til kaupanda.

Áður en verslað er á netinu er ráðlegt að kynna sér seljandann til að ganga úr skugga um að seljandi sé traustsins verður.

Þú skalt ávallt nota öruggar greiðsluleiðir á borð við kredit- eða debetkort. Sjá síðu Landsbankans um kortasvik til að fá frekari ráð um hvernig eigi að versla með öruggum hætti á netinu.


Hafðu samband

Ef þú telur að þú hafir orðið fyrir fjársvikum hvetjum við þig til að láta okkur vita og eftir atvikum kæra málið til lögreglu.

Þú getur sent tölvupóst til Þjónustuvers í netfangið landsbankinn@landsbankinn.is eða hringt í síma 410 4000.

Verum vakandi

Landsbankinn vill stuðla að auknu netöryggi. Á sérstöku svæði á Umræðunni má finna aðgengilega umfjöllun um netöryggi og ráðleggingar um hvernig forðast má netsvik.

Lesa á Umræðunni