Hugbúnaðarsvik

Hugbúnaðarsvik

Hugbúnaðarsvik geta farið þannig fram að einhver hringir í einstakling og þykist vera frá tölvufyrirtæki eða fjármálastofnun og tilkynnir að tölvan sé sýkt af vírusi. Þú ert beðinn um að setja sérstakan hugbúnað á tölvuna þína til þess að fjarlægja vírusinn en í reynd mun það gera svikaranum kleift að fá aðgang að lykilorðum þínum og reikningsupplýsingum. Stundum er jafnvel reynt að innheimta gjald fyrir hugbúnaðinn eða aðstoðina.

Lögmæt tölvufyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki og bankar munu aldrei hringja að tilefnislausu til þess að segja þér að tölvan þín þarfnis viðgerðar við eða biðja um fjaraðgang að tölvunni þinni. Ef þú færð slíkt símtal skaltu ekki fylgja leiðbeiningum þeirra, s.s. um að fara á ákveðna vefsíðu, slá inn persónu- eða reikninupplýsingar í tölvuna þína eða sækja hugbúnað af einhverju tagi.


Hafðu samband

Ef þú telur að þú hafir orðið fyrir fjársvikum hvetjum við þig til að láta okkur vita og eftir atvikum kæra málið til lögreglu.

Þú getur sent tölvupóst til Þjónustuvers í netfangið landsbankinn@landsbankinn.is eða hringt í síma 410 4000.

Verum vakandi

Landsbankinn vill stuðla að auknu netöryggi. Á sérstöku svæði á Umræðunni má finna aðgengilega umfjöllun um netöryggi og ráðleggingar um hvernig forðast má netsvik.

Lesa á Umræðunni