Fyrirframgreiðsla

Svik sem fela í sér fyrirframgreiðslu gjalds

Ein tegund af fjársvikum felur í sér loforð um að greiða háa fjárhæð inn á reikning þinn eða önnur tækifæri svo sem lottóvinning, arfgreiðslu eða happdrættisvinning. Viðtakandi er beðinn um að greiða tiltekið gjald fyrirfram sem fjársvikarinn tekur við en þú færð ekkert í staðinn og munt ekki geta fengið fjármuni endurgreidda.

Tilboð af þessu tagi eru grunsamleg og ber að meðhöndla sem slík. Raunverulegar stofnanir sem meðhöndla lottóvinninga, happdrættisvinninga eða arf munu aldrei óska eftir fyrirframgreiðslu áður en þær greiða út fjármuni.


Hafðu samband

Ef þú telur að þú hafir orðið fyrir fjársvikum hvetjum við þig til að láta okkur vita og eftir atvikum kæra málið til lögreglu.

Þú getur sent tölvupóst til Þjónustuvers í netfangið landsbankinn@landsbankinn.is eða hringt í síma 410 4000.

Verum vakandi

Landsbankinn vill stuðla að auknu netöryggi. Á sérstöku svæði á Umræðunni má finna aðgengilega umfjöllun um netöryggi og ráðleggingar um hvernig forðast má netsvik.

Lesa á Umræðunni