Fjármálasvik

Fjármálasvik

Fjársvikarar notar ýmsar leiðir til að pretta fólk. Þannig geta símtöl, bréf, tölvupóstar og smáskilaboð frá fjársvikurum virst lögmæt og sannfærandi. Mikilvægt er að halda vöku sinni og veita því athygli sem kann að vera grunsamlegt. Góð vörn gegn fjársvikum er að þekkja algengar aðferðir sem notaðar eru til að pretta fólk.


Greiðslukortasvik

Kynntu þér öryggisráðstafanir sem gott er temja sér til að fyrirbyggja að trúnaðar- og öryggisupplýsingar korthafa komist í hendur óprúttinna aðila.

Nánar um greiðslukortasvik


Símasvik

Símaveiðar (e. vishing) eru svipaðar vefveiðum og felast í því að símtal berst frá fjársvikara sem segir þér trúverðuga sögu til þess að reyna að fá þig til þess að deila upplýsingum.

Nánar um símasvik


Hugbúnaðarsvik

Svikarar biðja þig um að setja sérstakan hugbúnað á tölvuna þína til þess að fjarlægja vírus, en í reynd mun það gera svikaranum kleift að fá aðgang að lykilorðum þínum og reikningsupplýsingum.

Nánar um hugbúnaðarsvik


Tölvupóstur og smáskilaboð

Svikarar senda tölvupósta eða smáskilaboð með það fyrir augum að komast yfir upplýsingar. Í sumum tilfellum innihalda skilaboðin einnig varasamar vefslóðir.

Nánar um tölvupóst og smáskilaboð


Fyrirframgreiðsla

Ein tegund af fjársvikum felur í sér loforð um að greiða háa fjárhæð inn á reikning þinn eða önnur tækifæri svo sem lottóvinning. Tilboð af þessu tagi eru grunsamleg og ber að meðhöndla sem slík.

Nánar um fyrirframgreiðslur


Netverslun

Svik í netverslun geta falið í sér að fjársvikarar auglýsa vörur eða þjónustu sem er ekki til eða er ekki þeirra að selja. Þeir reyna að sannfæra viðtakanda um að senda greiðslu til fjársvikara í skiptum fyrir vörur.

Nánar um svik í netverslun


Hafðu samband

Ef þú telur að þú hafir orðið fyrir fjársvikum hvetjum við þig til að láta okkur vita og eftir atvikum kæra málið til lögreglu.

Þú getur sent tölvupóst til Þjónustuvers í netfangið landsbankinn@landsbankinn.is eða hringt í síma 410 4000.

Verum vakandi

Landsbankinn vill stuðla að auknu netöryggi. Á sérstöku svæði á Umræðunni má finna aðgengilega umfjöllun um netöryggi og ráðleggingar um hvernig forðast má netsvik.

Lesa á Umræðunni


Peningaþvætti

Ein tegund fjársvika felst í því að glæpamenn fá saklaust fólk til liðs við sig í gegnum tölvupósta, vefsíður eða atvinnuauglýsingar og bjóða þeim gjald fyrir að millifæra peninga inn á aðra reikninga. Það varðar við lög að meðhöndla fé sem hefur verið aflað með sviksamlegum hætti.

Nánar um peningaþvætti