Fyrirtækjaráðgjöf hefur umsjón með kaupum og sölum á fyrirtækjum eða rekstrareiningum. Í slíkum ferlum sér Fyrirtækjaráðgjöf um allt kaup- eða söluferlið, hefur umsjón með áreiðanleikakönnunum ef við á og stýrir samningaviðræðum.
Fyrirtækjaráðgjöf leitar einnig að hentugum fjárfestingarkostum fyrir fyrirtæki og fjárfesta. Þar vinnur Fyrirtækjaráðgjöf náið með viðkomandi fjárfesti við skimun mögulegra fjárfestingarkosta í þeim tilgangi að finna þau fjárfestingartækifæri sem henta og skila ávinningi fyrir fjárfestinn.
Fyrirtækjaráðgjöf hefur umsjón með fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja. Fyrirtækjaráðgjöf leggur fram sitt mat á þörf á endurskipulagningu efnahags fyrirtækja, stýrir viðræðum við lánardrottna og hefur umsjón með öflun nýs eigin fjár.
Fyrirtækjaráðgjöf þjónustar félög sem skráð eru á verðbréfamarkað. Þessi þjónusta felst meðal annars í umsjón með hlutafjárútboðum og nýskráningu fyrirtækja á markað. Fyrirtækjaráðgjöf hefur einnig umsjón með yfirtökutilboðum og afskráningu skráðra fyrirtækja.
Fyrirtækjaráðgjöf hefur umsjón með fjármögnun fyrirtækja, hvort sem hún felur í sér öflun hlutafjár, lánsfjár frá fjármálastofnunum, útgáfu skuldabréfa eða annars konar fjármögnun.
Hafðu samband við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans í síma 410 7340 eða í netfangið fyrirtaekjaradgjof@landsbankinn.is.
Söluferli á bílaumboðinu Bernhard.
Söluferli á rekstri fimm eldsneytisstöðva ásamt vörumerkinu „Dælunni“ og tilheyrandi eignum.
Umsjón með skráningarlýsingu vegna hlutafjárhækkunar.
Sala á hótelrekstri og fasteignum hótel Kötlu við Vík.
Umsjón með söluferli og almennu útboði á nýjum hlutum.
Kaup Horns III á hlut í Bílaleigu Flugleiða ehf. sem rekur bílaleigu undir vörumerkinu Hertz.
Umsjón með gerð skráningarlýsingar fyrir fagfjárfestasjóðinn Landsbréf –BÚS I og skráningu á viðbótarútgáfum skuldabréfaflokksins BUS56.
Umsjón með skuldabréfaútgáfu Almenna leigufélagsins og skráningu í Kauphöll 11 ma.kr.
Umsjón með víxla og skuldabréfaútgáfu Regins og skráningu í Kauphöll.
Umsjón með endurkaupaáætlun 2016-2019.
Ráðgjöf til kaupenda á 55% hlut í FM- hús ehf.
Umsjón með endurkaupaáætun 2015-2016.
Umsjón með sölu á 65% hlut í Múrbúðinni.
Ráðgjöf til kaupenda á 80% hlut í Baskó ehf.
Skuldabréf Alda Credit Fund (ACF 15 1) –skráning í Kauphöll.
Umsjón með söluferli á Medico Pack A/S til SP Group A/S.
Sala á Ellingsen til fjárfestingafélagsins Sjávarsýn ehf.
Kaup á fasteignasöfnum Ósvarar og CFV 1.
Víxla- og skuldabréfaútgáfa Landsbankans og skráning í Kauphöll 2015-2019.
Sala á Ístak hf. til Per Aarsleff AS.
Sala á Promens til RCP Group Plc.
Sala á eignarhlut Landsbankans í Valitor.
Sala á eignarhlut Landsbankans í Borgun.
Sértryggð skuldabréf Landsbankans - útgáfa og skráning í Kauphöll Íslands 2013-2019.
Umsjón með útgáfu og skráningu skuldabréfa í flokknum HARP 46 í Kauphöll Íslands.
Sala á eignarhlut Landsbankans í FSÍ og IEI.
Umsjón með kaupum Klasa fasteignum og hlutafjárhækkun í Regin.
Endurfjármögnun á skuldabréfum HS veitna. Útgáfa og skráning í kauphöll.
Umsjón með skráningu í Kauphöll og sala á um 30% hlut í almennu útboði.
Umsjón með söluferli.
Útboð og skráning á hlutafé Regins í Kauphöll.
Ráðgjöf til kaupenda.
Umsjón með söluferli, áreiðanleikakönnun og samningaviðræðum.
Umsjón með sölu eigna bílaleigunnar Hertz til fjárfesta.
Umsjón með skráningu skuldabréfa í Kauphöll Íslands.
Skuldabréf Orkuveitu Reykjavíkur. Útgáfa og skráning í Kauphöll.
Skuldabréf Kópavogsbæjar. Útgáfa og skráning í Kauphöll.
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.