Hönnunarganga um Reykjastræti 6
Landsbankinn býður í heimsókn!
Landsbankinn býður í heimsókn í nýtt húsnæði bankans við Reykjastræti 6 á Menningarnótt 19. ágúst.
Ganga um nýja hús Landsbankans
Halldóra Vífilsdóttir arkitekt og verkefnastjóri nýbyggingar Landsbankans verður með fjórar skipulagðar leiðsagnir um Reykjastræti 6 á Menningarnótt 19. ágúst.
Um göngurnar
Í göngunum, sem taka um 30 mínútur, mun Halldóra segja frá hönnun og hugsjón hússins en flutningar hófust í lok mars 2023. Lögð var áhersla á að reisa vandað, vel hannað og fallegt hús sem myndi sóma sér vel á þessum mikilvæga stað í miðborg Reykjavíkur.
Það er greinilega mikill áhugi á leiðsögn um Reykjastræti 6 því nú er fullbókað í allar göngurnar á Menningarnótt.