Við erum til staðar til að leysa úr málum

Daglegt líf okkar tekur breytingum í einhvern tíma á meðan Covid-19 gengur yfir. Við höldum áfram að veita þér góða þjónustu. Þó hún þurfi tímabundið að fara fram með breyttu sniði, tryggjum við eins og hægt er allan nauðsynlegan aðgang að bankaþjónustu.

Ef þú ert í greiðsluvanda eða sérð fram á tekjumissi bjóðum við úrræði og leiðir sem finna má neðar á þessari síðu.

Við uppfærum síðuna jafnóðum þannig að hér færð þú alltaf nýjustu upplýsingar um það sem þú þarft að vita.

Athugið að vegna álags getur verið lengri bið eftir þjónustu. Sjá nánar

Bankaþjónusta með breyttu sniði

Vegna herts samkomubanns og til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19 geta viðskiptavinir aðeins fengið afgreiðslu í útibúi ef erindið er mjög brýnt og ekki er hægt að leysa úr því með öðrum hætti, þ.e. í sjálfsafgreiðslu eða með samtali við Þjónustuver. Til að fá afgreiðslu er nauðsynlegt að panta tíma fyrirfram. Breytingarnar taka gildi að morgni þriðjudagsins 24. mars 2020 og gilda þar til samkomubanni stjórnvalda verður aflétt.

Nánari upplýsingar um bankaþjónustu með breyttu sniði

Hefur þú spurningar?

Við höfum tekið saman svör við algengustu spurningum um þjónustuna okkar og aðgerðir sem eru í boði. Ef spurningum þínum er ekki svarað hér geturðu alltaf haft samband.

Spurt og svarað fyrir einstaklinga

Spurt og svarað fyrir fyrirtæki

Notum símann eða netbankann

Við hvetjum þig til að nota rafræna þjónustu ef þú getur. Ef þú átt snjallsíma eða snjallúr hvetjum við þig líka til að nota snertilausar greiðslur til að forðast snertingu við posa og skiptimynt.

Notaðu símann eða netbankann

Þú getur alltaf fengið ráðgjöf í síma

Ef þú vilt ræða við ráðgjafa getur þú alltaf pantað símtal hjá ráðgjöfum okkar. Þú pantar ráðgjöf á landsbankinn.is eða með tölvupósti á netfangið landsbankinn@landsbankinn.is.

Panta ráðgjöf

 

Úrræði fyrir einstaklinga

Ef þú lendir í greiðsluerfiðleikum hvetjum við þig til að hafa samband við okkur strax. Við gerum okkar besta til að koma til móts við þig vegna óvæntra aðstæðna eins og atvinnumissis, veikinda eða annars sem hefur áhrif á fjárhaginn.

Nánar um úrræði fyrir einstaklingaÚrræði fyrir fyrirtæki

Fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við Landsbankann bjóðast ýmis úrræði vegna áhrifa sem þau verða fyrir vegna Covid-19. Við hvetjum viðskiptavini sem sjá fram á greiðsluerfiðleika að hafa sem fyrst samband við bankann til að fá lausnir og ráðgjöf við hæfi.

Nánar um úrræði fyrir fyrirtæki


Lausnir sem nýtast strax

Ef þú ert í greiðsluerfiðleikum núna sem þú sérð fram á að séu einungis tímabundnir bjóðast þér ýmsar lausnir til að brúa bilið til skamms tíma. Flestar lausnirnar, t.d. að hækka kortaheimildir, taka lán, taka út viðbótarlífeyrissparnað eða dreifa greiðslum kreditkortareikninga getur þú nýtt þér strax í appinu eða netbankanum án þess að heimsækja útibú.