Þjónustusíða fasteignasala

Á þessu vefsvæði eru helstu skjöl og upplýsingar tengdar fasteignaviðskiptum gerðar aðgengilegar fyrir fasteignasala. Tilgangur síðunnar er að bæta upplýsingaflæði og þjónustu bankans við fasteignasala og að auðvelda þeim að veita viðskiptavinum sínum sem besta þjónustu.

Samskipti við fasteignasala

Þjónustuver Landsbankans sér um öll almenn samskipti við fasteignasala og kemur málum í réttan farveg innan bankans. Sendu fyrirspurn á netfangið landsbankinn@landsbankinn.is. Símanúmer þjónustuvers er 410 4000.

Upplýsingaöflun og afhending lánaskjala

Áður en að upplýsingaöflun kemur um málefni viðskiptavina Landsbankans þarf samþykki þeirra, þar sem þeir heimila fasteignasölum slíka söfnun upplýsinga, að liggja fyrir. Þá geta fasteignasalar fengið lánaskjöl send beint til sín gegn framvísun umboðs þess efnis frá viðskiptavini.

Sérfræðingar Landsbankans í fasteignaviðskiptum

 

Fjölbreyttar fjármögnunarleiðir

Lánshlutfall íbúðalána Landsbankans er allt að 85% af markaðsvirði eða verðmati eignar, 70% íbúðalán til allt að 40 ára óverðtryggð, 30 ára verðtryggð og 15% viðbótarlán til allt að 15 ára. Við fyrstu kaup er ekki innheimt lántökugjald.

Íbúðalán og viðbótarlán eru í boði óverðtryggð með föstum eða breytilegum vöxtum og verðtryggð með föstum eða breytilegum vöxtum. Í boði er einnig að taka blandað íbúðalán þar sem hluti er verðtryggður og hluti óverðtryggður.

Nánar um íbúðalán Landsbankans

Beiðni um aflýsingu

Lántökugjald íbúðalána er föst krónutala

  • Lántökugjald íbúðalána hjá Landsbankanum er 52.500 kr. við hverja lántöku.

Fyrstu kaup? Ekkert lántökugjald

  • Lántakendur sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign og taka íbúðalán hjá Landsbankanum greiða ekkert lántökugjald.

Eyðublöð - umboð fasteignasala

Upplýsingaöflun um lán

Afhending lánaskjala

Verðtryggð íbúðalán
  Veðsetningarhlutfall Uppgreiðslugjald Lánstími Viðbótarlán Veðhlutfall*
70% 85%
Breytilegir vextir 2,00% 3,00% Nei 5-30 ár 85% veðhlutfall
Fastir vextir 60 mánuðir 2,20% 5-305 ár Nei 85% veðhlutfall
Nánari upplýsingar um verðtryggð lán

 

Óverðtryggð íbúðalán
  Veðsetningarhlutfall Uppgreiðslugjald Lánstími Viðbótarlán Veðhlutfall*
70% 85%
Breytilegir vextir 3,50% 4,50% Nei Allt að 40 ár 85% veðhlutfall
Fastir vextir 36 mánuðir 4,25% 5,25% Allt að 40 ár 85% veðhlutfall
Fastir vextir 60 mánuðir 4,70% 5,70% Allt að 40 ár 85% veðhlutfall
Nánari upplýsingar um óverðtryggð lán

* Með viðbótarláni.

Hagfræðideild fjallar reglulega um fasteignamarkaðinn

Hagfræðideild Landsbankans fjallar reglulega um ástand og horfur á fasteignamarkaði. Greiningar Hagfræðideildar birtast einkum í Hagsjá. Í Hagsjá birtast stuttar greiningar á afmörkuðum viðfangsefnum, svo sem um þróun helstu hagvísa, um væntanlegar stýrivaxtabreytingar Seðlabankans og fleira.

Hagsjá - stuttar greiningar um efnahagsmál