Opið bankakerfi

API-vörur Landsbankans gera bankanum kleift að eiga í virku samstarfi við fyrirtæki á fjártæknimarkaði. Þannig býður bankinn viðskiptavinum að njóta sérsniðinna fjártæknilausna í opnu bankakerfi.

Markaðstorg fyrir framsækna bankaþjónustu

Framtíð bankaþjónustu felst meðal annars í greiðu aðgengi viðskiptavina í sem flestum dreifileiðum – og hlutverk Landsbankans er að vera fyrirtækjum á fjártæknimarkaði til halds og trausts við útfærslu og smíði bankaþjónustu morgundagsins.

Á markaðstorginu er að finna úrval API-vara sem bankinn býður upp á. Markmið okkar á sviði fjártækni er að styðja myndarlega við ábyrga nýsköpun í landinu og koma til móts við fyrirtæki á fjártæknimarkaði sem móta framtíð bankaþjónustu. Með þeim hætti sýnir Landsbankinn samfélagsábyrgð í verki.

Fara á markaðstorg

Það er einfalt að byrja

Með innskráningu á markaðstorgið má reyna API-vörur bankans í vernduðu prófunarumhverfi. Að reynslutíma loknum eða hvenær sem hentar, er hægt að sækja um aðgang að raunumhverfi.

Tvær megingerðir API-vara

Stigsmunur er á API-vörum út frá eðli þeirra og fjárhagslegu mikilvægi. Vörurnar eru ýmist samningsbundnar eða ósamningsbundnar.

  • Samningsbundnar API-vörur krefjast samningsundirritunar við Landsbankann samhliða því að undirgangast önnur skilyrði bankans eftir atvikum:  • Ósamningsbundnar API-vörur eru einfaldari og krefjast hvorki samningsundirritunar né mats á hæfi þátttakanda. Óska má eftir aðgangi að raunumhverfi þegar hentar og er beiðnin þá sjálfkrafa samþykkt:Nánar um API-vörur

Við bendum á að allar tæknilegar upplýsingar um vörurnar má finna á markaðstorginu.

Markaðstorg

Hvað er API?

API stendur fyrir Application Programming Interface sem má útleggja sem forritaskil. API er viðmót sem bankinn býður upp á fyrir ytri aðila til að tengja sig á móti með það að markmiði að þróa nýjar vörur og þjónustu fyrir viðskiptavina Landsbankans og aðra.

Öryggi, stjórn og gagnsæi

Nýsköpun í bankaþjónustu er sannarlega til þess fallin að veita ávinning víða í samfélaginu. Tæknin veitir fjölda spennandi tækifæra en krefst þess enn­fremur að þjónustan sé veitt á ábyrgan hátt. Þess vegna leggur Landsbankinn áherslu á þrjár meginreglur um aðgengi og miðlun upplýsinga í fjártækni:

  • Öryggi – Í fjártæknilausnum njóta viðskiptavinir Landsbankans fyllsta öryggis og verndar, sem er ekki síðra en í hefðbundnum bankaviðskiptum. Þetta þýðir að viðskiptavinir hafa jafngildan rétt til upplýsinga og aðgangs að eigin persónuupplýsingum líkt og gildir í öðrum bankaviðskiptum.

  • Gagnsæi – Viðskiptavinum Landsbankans er ávallt ljóst í netbanka Landsbankans hvaða öpp eru tengd og hvenær tengingu var komið á. Þá er aðgerðasaga appanna sömuleiðis birt í netbanka Landsbankans.

  • Stjórnun – Viðskiptavinir Landsbankans hafa ætíð stjórn á tengingu við app frá þriðja aðila og aðgerðum. Viðskiptavinir geta ávallt aftengt app frá þriðja aðila í netbanka Landsbankans og þjónustuveri bankans.