Viðskiptayfirlit

Viðskiptayfirlit

Viðskiptayfirlit birtist fyrirtækjum í ársbyrjun í netbankanum og inniheldur mikilvægar upplýsingar um helstu lykilstærðir í bankaviðskiptum félagsins fyrir árið á undan. Yfirlitið er án endurgjalds og eru meginkaflarnir þessir:

 • Innlán
  Reikningsnúmer, staða, yfirdráttarheimild, greiddir innvextir, fjármagnstekjuskattur, verðbætur og áunnir vextir.
 • Útlán
  Allar helstu upplýsingar um langtímalán og skammtímalán, þar með talin kreditkort og ábyrgðir.
 • Tryggingar og veðandlög
  - Tegund tryggingar, hvað hún tryggir, útgáfudagur og staða.
  - Nafn og tegund veðandlags, og nafn og kennitala eiganda þess.
 • Innheimtuskuldabréf – eigandi
  Númer bréfs, tegund láns, mynt, heildargreiðsla, afborgun af höfuðstól, afborgun vaxta, þóknanir, dráttarvextir og eftirstöðvar.
 • Innheimtuskuldabréf – greiðandi
  Númer bréfs, tegund láns, mynt, heildargreiðsla, afborgun af höfuðstól, afborgun vaxta, dráttarvextir og eftirstöðvar.
 • Netbankagögn
  Millifærsluhámark fyrirtækisins sjálfs, opnunartímar netbankans (aðgangstími innan sólarhrings), ítarupplýsingar um notendur, greiðsluheimildir þeirra og önnur réttindi, þar með talið aðgengi að bankareikningum, kreditkortum og þjónustuþáttum.

Mánaðaryfirlit fyrir nýjustu upplýsingar hverju sinni

Fyrirtæki geta skráð sig í mánaðarlega áskrift að viðskiptayfirlitinu. Þá birtist nýtt skjal (hægt að sækja sem PDF og XLS) til niðurhals í upphafi hvers mánaðar á tveimur tungumálum líkt og árlega yfirlitið. Uppbyggingin á efninu er hin sama og í ársyfirlitinu og má líkja skjalinu við að áramót hendi 12 sinnum á ári. Viðskiptavinir skrá sig sjálfir í þjónustuna í Netbankanum gegn árgjaldi undir Yfirlit > Viðskiptayfirlit og smella þar á hnappinn Panta mánaðaryfirlit og afskrá sig líka þar ef vill.

Rekstraryfirlit húsfélaga

Húsfélög hafa sinn eigin aukalega kafla í viðskiptayfirlitinu sem nefnist Rekstraryfirlit húsfélaga. Rekstraryfirlitið er sérsniðið að þörfum húsfélaga og skiptist í fimm undirkafla:

 • Mótteknar kröfugreiðslur (greiddar)
  Gjalddagi, greiðandi, kröfunúmer, fjárhæð, dráttarvextir, vanskilakostnaður, seðilgjald, samstals greitt, fjármagnstekjuskattur og greiðsludagur.
 • Ómótteknar kröfugreiðslur (enn ógreiddar)
  Gjalddagi, greiðandi, kröfunúmer, fjárhæð, seðilgjald, uppsafnaðir vextir, til greiðslu og tilvísun.
 • Mótteknar kröfugreiðslur – rekstraryfirlit
  Samandregin tafla sem sýnir bókhaldslykla, skýringartexta, útborganir og innborganir.
 • Greiddar kröfur
  Greiðsludagur, kröfuhafi, efnisheiti, kröfunúmer og fjárhæð.
 • Greiddar kröfur – rekstraryfirlit
  Samandregin tafla sem sýnir bókhaldslykla, skýringartexta, útborganir og innborganir.

Aðrir kaflar húsfélaga eru hinir sömu og birtast hefðbundnum fyrirtækjum.

Skrá í mánaðarlega áskrift

 

Hvernig virkar mánaðarlega áskriftin?

Í byrjun mars birtast dagslokagögn frá síðasta degi febrúar með uppsafnaðri stöðu frá áramótum. Í byrjun apríl birtast gögn mars mánaðar með uppsafnaðri stöðu frá áramótum. Þannig gengur þetta koll af kolli – og fyrir vikið hefur viðskiptavinurinn aðgengi að stöðu bankaviðskipta aftur í tímann.