Yfirlit í netbanka

Með einföldum hætti er hægt að leita eftir upplýsingum og kalla fram heildaryfirlit um einstaka þætti sem lúta að fjármálum fyrirtækisins.

Um yfirlit í netbanka

Í netbanka fyrirtækja má sjá yfirlit og stöður allra bankareikninga fyrirtækisins hjá Landsbankanum.

Í eignaryfirliti er samantekt yfir stöðu allra innlánsreikninga, verðbréfa og greiðslukortakrafna, kröfur á þriðja aðila sem eru í innheimtu hjá Landsbankanum og yfirlit yfir bankaábyrgðir og aðrar kröfur.

Skuldayfirlit birtir beinar skuldir við Landsbankann, kröfur þriðja aðila sem eru í innheimtu hjá Landsbankanum og yfirlit yfir seld viðskiptabréf og aðrar skuldbindingar fyrirtækisins.

Auðvelt er nálgast upplýsingar um stöðu útistandandi greiðsluseðla, greiðslukortayfirlita og ógreidda reikninga. Einnig má á einfaldan hátt nálgast rafræn skjöl, VSK-kvittanir og viðskiptayfirlit fyrirtækisins.


Hafðu samband og pantaðu kynningu

  • Sérfræðingar aðstoða þig og veita þér ráðgjöf í síma 410 5000.
  • Einnig getur þú sent fyrirspurn á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is.

Textalyklar

Yfirlit textalykla