Viðskiptasaga

Öll sagan á einum stað

Hafi notandi heimild til að skoða verðbréf birtir netbankinn viðskiptasögu fyrirtækisins í þægilegu notendaviðmóti. Yfirlitið sýnir dagsetningu og tegund viðskipta, nafnverð, markaðsgengi, virði í íslenskum krónum, greiddan skatt, kostnað og arð.

Viðskiptavinir velja tímabil yfirlitsins og geta valið milli þess að sjá aðeins viðskipti með ákveðnar tegundir bréfa eða öll viðskipti.

Viðskiptasagan er hrein viðbót við yfirlit eignasafnsins og felur í sér aukið hagræði í bókhaldsvinnunni.

Verðbréfaráðgjöf

Hjá Landsbankanum stendur þér til boða fagleg verðbréfaráðgjöf, þér að kostnaðarlausu.

Hafðu samband við Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf í síma 410 4040 eða sendu póst á verdbrefaradgjof@landsbankinn.is.