Verðbréf

Það er einfalt og þægilegt að stunda verðbréfaviðskipti á netinu. Lykillinn að árangri í fjárfestingum er að hafa skýr markmið, aðgang að hentugum ávöxtunarleiðum og greiðan aðgang að faglegri ráðgjöf.

Sinntu verðbréfaviðskiptum á netinu

Í netbankanum getur þú sent beiðni um viðskipti með innlend hlutabréf og sjóði Landsbréfa hvar og hvenær sem er, fylgst með framgangi viðskiptanna, séð yfirlit yfir verðbréfaeign og viðskiptasöguna. Viðskipti með hlutabréf og sjóði Landsbréfa hafa aldrei verið einfaldari. Kauptilboð eru send í aðeins þremur skrefum og það sama gildir um söluferlið.

Kostir verðbréfasíðna netbanka:

 • 25% afsláttur af viðskiptaþóknun/kaupgjaldi í netbanka þegar keypt eru stök hlutabréf eða í sjóðum Landsbréfa
 • 50% afsláttur af afgreiðslugjaldi
 • Yfirsýn yfir verðbréfaeign og viðskiptasögu fyrirtækis
 • Yfirsýn yfir þróun markaða
 • Prentun og útsendingu greiðsluseðla hjá Landsbankanum
 • Aðgangsstýring notenda

Umsókn um aðgang að verðbréfaviðskiptum í netbanka

Eignasafn

 • Sýnir á heildareign fyrirtækis
 • Sýnir á einstök verðbréfasöfn
 • Þróun eignasafns/-safna á grafi og í töflum
 • Yfirsýn yfir þróun markaða
 • Hlutföll ólíkra verðbréfaflokka
 • Síðustu yfirlit
 • Síða/sýn aðgangngstýrð

Nánar um eignasafn

Sjóðir

 • Yfirlit yfir gengi og þróun gengis sjóða Landsbréfa dag frá degi
 • Kaup- og söluhnappar birtast einungis þeim notendum sem hafa heimild til verðbréfaviðskipta

Nánar um sjóði

Hlutabréf

 • Yfirlit yfir gengi og þróun gengis hlutabréfa á markaði dag frá degi
 • Kaup- og söluhnappar birtast einungis þeim notendum sem hafa heimild til verðbréfaviðskipta

Nánar um hlutabréf

Viðskiptasaga

 • Yfirlit yfir þau viðskipti sem hafa verið framkvæmd fyrir hönd fyrirtækis
 • Síða/sýn aðgangasstýrð

Nánar um viðskiptasögu

 

Aðgangsstýring í netbanka fyrirtækja er í höndum tengiliðar fyrirtækis þíns við Landsbankann. Tengiliður þinn hefur samband við Þjónustuver fyrirtækja í síma 410 5000 eða fyrirtaeki@landsbankinn.is til að gera breytingar á aðgangsheimildum.

Fyrir þá notendur sem hafa heimild og eru með afleiðusamning við Markaðsviðskipti Landsbankans birtist afleiðusíða þar sem hægt er að skoða yfirlit og stöðu yfir afleiður af öllum gerðum.