Stýring aðgangsheimilda

Fyrirtæki geta stofnað netbankaaðgang fyrir starfsfólk sitt ef þau hafa tilnefnt aðgangsstjóra.

Stýring aðgangsheimilda

Í netbankanum geta fyrirtæki stofnað netbankaaðgang fyrir starfsfólk sitt ef þau hafa tilnefnt aðgangsstjóra. Ávinningurinn er margþættur; stýra má bæði aðgerða- og lesheimildum, stýra hverjir sjá hvaða vefsíður, úthluta nýju lykilorði og fjölmargt fleira í þeim dúr. Eina skilyrðið er að stjórn, framkvæmdastjóri eða prókúruhafi hafi veitt samþykki fyrir því að a.m.k. einn notandi sé aðgangsstjóri.

Aðgangsstjóri getur:

 • Stofnað nýja notendur
 • Úthlutað nýju lykilorði til notenda
 • Lokað aðgangi notenda
 • Hækkað og lækkað úttektarheimildir notenda
 • Hækkað og lækkað úttektarmörk fyrirtækisins
 • Skilgreint aðgangsréttindi og líftíma þeirra
 • Afritað réttindi milli notenda
 • Skilgreint hverjir sjá hvaða bankareikninga og kreditkort
 • Skilgreint hverjir mega framkvæma ólíkar greiðslutegundir
 • Skilgreint hverjir mega einungis sjá eigin greiðslusögu eða greiðslusögu annarra sömuleiðis
 • Séð opnunartíma greiðsluheimilda innan sólarhrings, nýti fyrirtækið þess háttar stillingar
 • Séð hve miklu fé hefur þegar verið ráðstafað innan sólarhrings
 • Séð hvaða starfsfólk hefur ráðstafað fénu innan sólarhrings
 • Séð lista óvirkra notenda

Aðgangsstjóri hefur fjórar leitarvélar sem auðvelda alla umsýslu:

 • Leitarvél yfir virka notendur, þar sem leita má út frá nafni, notandanafni og kennitölu.
 • Leitarvél yfir óvirka notendur, með sömu leitarvalkostum.
 • Leitarvél sem finnur hvaða notendur sjá hvaða bankareikninga og/eða kreditkort. Leita má út frá útibúsnúmeri, höfuðbók, reikningsnúmeri, kreditkortanúmeri og nafni fyrirtækis ef um er að ræða samtengdan netbanka við fleiri fyrirtæki, t.d. innan samstæðu.
 • Leitarvél sem finnur hvaða notendur mega gera hvað. Leita má út frá heiti aðgangsréttinda og þar undir er leitað að nafni eða kennitölu notanda en einnig má sía niður á að sýna einungis þá sem hafa viðkomandi réttindi eða sía niður á þá sem einungis hafa þau ekki.

Netbanki sérsniðinn að ólíkum þörfum

Aðgangsstjóri getur stofnað tímabundinn aðgang fyrir starfsmann sem hentar til dæmis fyrir sumarstarfsfólk eða þá sem sinna afleysingum. Aðgangsstjóri getur líka afritað réttindi milli notenda til að spara sem mestan tíma.

Með því að hagnýta fjölbreytt úrval aðgangsheimilda, eykst aðlögunarhæfni netbankans gagnvart ólíku starfshlutverki innan fyrirtækja. Til dæmis er gerður greinarmunur á því hvort notandi má sjá ógreidda reikninga, óháð því hvort hann hefur að auki lesréttindi að greiðslum eða full greiðsluréttindi.

Skýringar á aðgangsheimildum (pdf)


Hafðu samband og pantaðu kynningu

 • Sérfræðingar aðstoða þig og veita þér ráðgjöf í síma 410 5000.
 • Einnig getur þú sent fyrirspurn á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is.