Valkröfur

Valkröfur

Valgreiðslukröfur eða valkröfur, eru innheimtukröfur sem greiðandi þarf ekki að greiða og bera ekki dráttarvexti eða annan kostnað. Valkröfur eru til dæmis notaðar fyrir eins skiptis þátttöku í happdrætti og styrkbeiðnir. Valkröfur birtast á aðgreindan hátt í netbönkum greiðenda þar sem þeir geta sjálfir falið kröfurnar eða fellt þær niður.

Framsetning valkrafna

Blæbrigðamunur er á framsetningu valkrafna í netbanka einstaklinga og netbanka fyrirtækja. Megináherslurnar eru þó hinar sömu, að feli greiðandi valkröfu, gildir það aðeins um þann netbanka. Felli greiðandi kröfuna niður, hverfur hún úr sameiginlegu innheimtukerfi bankanna og birtist hvergi sem ógreidd krafa, ekki einu sinni hjá öðrum fjármálastofnunum.

Stofnun valkrafna

Valkröfur eru stofnaðar í þar til gerðum auðkennum, sem skiptast í frjáls framlög og hópframlög. Það ræðst af netbanka greiðanda hvort greinarmunur sést á undirtegundum valkrafna. Í öllu falli eru þær sérstaklega aðgreindar sem valkröfur. Sérfræðingar bankans aðstoða kröfuútgefendur við stofnun innheimtuþjónustu fyrir valkröfur í eftirtöldum auðkennum:

Frjáls framlög

  • 880 Happdrætti
  • 881 Safnanir
  • 882-899 Annað

Hópframlög

  • 981 Nemendamót
  • 982 Ættarmót
  • 983 Félagasamtök
  • 984-999 Annað

Algengar spurningar


Hafðu samband og pantaðu kynningu

  • Sérfræðingar aðstoða þig og veita þér ráðgjöf í síma 410 5000.
  • Einnig getur þú sent fyrirspurn á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is.