Innheimtuþjónusta

Innheimtukerfi netbanka fyrirtækja veitir viðskiptavinum meiri sveigjanleika, aukna sjálfvirkni og haldgóða yfirsýn yfir stöðu innheimtumála á öllum stigum innheimtunnar.

Innheimtuþjónusta

Með innheimtuþjónustu njóta kröfuhafar sjálfvirkra og sérsniðinna innheimtuferla eftir eigin þörfum sem henta öllum greiðendum. Mögulegt er að stofna margar innheimtuþjónustur og innheimta gagnvart ólíkum hópum viðskiptavina á mismunandi hátt. 

Innheimtuþjónustan felur í sér:

  • Stofnun, niðurfellingu og breytingu krafna
  • Sjálfvirka greiðslufresti
  • Rafræna birtingu í öllum netbönkum
  • PDF-prentun greiðsluseðla hjá kröfuhafa
  • Prentun og útsendingu greiðsluseðla hjá Landsbankanum
  • Kröfu- og greiðendaskýrslur
  • Bein samskipti við bókhaldskerfi

Sjálfvirkir greiðslufrestir njóta vaxandi hylli en þeim má líkja við pásu-takka á innheimtuferlinu eða frystingu kröfunnar. Kröfuhafinn velur sjálfur í netbankanum lokadagsetningu greiðslufrestsins og þá tekur krafan ekki á sig neina kostnaðarliði nema dráttarvexti, auk þess sem hún getur ekki flust til milliinnheimtu. Hafi greiðandinn ekki staðið við greiðsluloforð þegar fresturinn er úti, uppreiknast krafan sjálfkrafa í það ástand sem hún hefði verið komin í ef fresturinn hefði ekki verið veittur.

Kröfur með veitta greiðslufresti eru auðkenndar sérstaklega í yfirliti krafna og sömuleiðis sér kröfuhafi meiri upplýsingar um frestinn í „Nánar“ um kröfu.

Litamerkingar í stöðuyfirliti kröfuhafa beina meðal annars sjónum að ógreiddum kröfum sem komnar eru yfir eindaga og ógreiddum kröfum í milliinnheimtu. Sambærilegt gildir m.a. um yfirlit greiddra krafna, þ.e. að kröfur greiddar eftir eindaga eru auðkenndar sérstaklega.

Sjálfvirkur flutningur krafna til milliinnheimtu eða löginnheimtu er fyrir hendi. Einnig er boðið upp á rafræna birtingu krafna í öllum netbönkum.

Kröfuhafar geta sótt kröfugreiðsluupplýsingar með textaskrám eða lesið þær beint inn í bókhaldskerfi með B2B. Slík samkeyrsla við bókhaldskerfið sparar notendum tíma við innslátt og dregur verulega úr villuhættu.

Notendum innheimtuþjónustu netbankans býðst sérfræðiráðgjöf og innheimtugreining í upphafi þjónustunnar. Notendur geta jafnframt óskað eftir yfirferð á innheimtumálum þegar þeim hentar.

Innheimtuþjónusta netbanka fyrirtækja

Umsókn um stofnun eða breytingu á innheimtuþjonustu

Handbók kröfuhafa, gefin út af Reiknistofu bankanna

Fræðslumyndband um innheimtuþjónustuFleiri fræðslumyndbönd um netbanka fyrirtækja