Millifærslur og greiðsla reikninga

Millifærslur og greiðsla reikninga 

Millifærslur og greiðsla reikninga (greiðsluseðla) eru meðal helstu aðgerða í netbanka fyrirtækja:

  • Greiðslur er hægt að skrá sem eina úttekt á móti einni greiðslu eða eina úttekt á móti mörgum greiðslum.
  • Greiðslufyrirmælin má einnig stofna í bókhaldskerfum (með B2B og textaskrám) og með Excel skjali sem hlaðið er inn í netbankann sem textaskrá.
  • Yfirlit birtist yfir ógreidda reikninga sem auðvelt er að færa til greiðslu. Einnig er hægt að skilgreina greiðsludag fram í tímann og bókast greiðslan kl. 10.00 á greiðsludegi.
  • Hægt er að bóka fram í tímann, geyma greiðslubunka og skoða greidda greiðslubunka.
  • Greiðsluskrár eru þjónustuþáttur sem inniheldur safn af greiðslum sem notendur innan fyrirtækis geta unnið sameiginlega með. Sem dæmi þá getur bókari skráð ógreidda reikninga í greiðsluskrá yfir daginn sem gjaldkeri greiðir síðan í lok vinnudags.
  • Yfirlit eru yfir þær aðgerðir sem starfsmenn fyrirtækis hafa framkvæmt á tilteknum tímabilum.

Hafðu samband og pantaðu kynningu

  • Sérfræðingar aðstoða þig og veita þér ráðgjöf í síma 410 5000.
  • Einnig getur þú sent fyrirspurn á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is.