Greiðslu-samþykktarferli

Greiðslusamþykktarferli

Greiðslusamþykktarferli í netbanka fyrirtækja tryggir fyrirtækjum og stofnunum að fleiri starfsmenn koma að greiðsluferlinu í þeim tilgangi að auka öryggi við rafrænar greiðslur á netinu.

  • Einn eða fleiri notendur þurfa að samþykkja greiðslu áður en hún er endanlega innt af hendi.
  • Samþykktarferli geta verið mismunandi eftir því hver upphæð greiðslunnar er. Samþykktaraðilar eru flokkaðir í ólíka flokka í kerfinu eftir því hver réttindi þeirra eru til samþykktar á greiðslum (A, B, C). Notendur geta til dæmis haft mismunandi samþykktarheimildir fyrir ólíkar greiðslufjárhæðir.
  • Til að virkja greiðslusamþykktarferlið þarf að hafa samband við næsta útibú eða þjónustuver.

Greiðslusamþykktarferli, vinnuskjal fyrir uppsetningu

Hafðu samband og pantaðu kynningu

  • Sérfræðingar aðstoða þig og veita þér ráðgjöf í síma 410 5000.
  • Einnig getur þú sent fyrirspurn á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is.