Greiðslur og millifærslur

Í netbanka fyrirtækja eru greiðslur og millifærslur meðhöndlaðar sérstaklega til hagræðingar fyrir notendur. Kerfið er einfalt í notkun og auðvelt er að framkvæma bæði stakar greiðslur eða í bunkum.

Meginþættir kerfisins eru:

Í kerfinu er hægt að millifæra og greiða gíró- og greiðsluseðla eða geyma aðgerðir til vinnslu síðar. Einnig er hægt að framkvæma greiðslur með því að senda greiðsluskrár beint úr bókhaldsforritum.

Viðskiptavinir sem senda greiðsluskrár á textasniði (txt), geta myndað skrárnar frá grunni eða hagnýtt Excel sniðmát. Báðar leiðir ala af sér textaskrá með FF2 uppbyggingu.

Greiðslusamþykktarferli getur verið mismunandi eftir upphæð reikninga. Einn eða fleiri notendur þarf til að samþykkja greiðslu áður en hún er innt af hendi þar sem notendur geta haft ólíkar samþykktarheimildir eftir greiðslufjárhæð.

Virðisaukaskattskýrslum er hægt að skila rafrænt og greiða í gegnum netbankann.

Í launagreiðsluhlutanum er mögulegt að greiða laun, stofna, eyða og laga launalista, skrá launþega og senda launaskrár. Viðskiptavinir geta einnig hlaðið launagreiðsluskrá í netbankann, bæði textaskrá og Excel skjali. Excel skjalið framleiðir textaskrá með SI080 uppbyggingu sem launagreiðandinn sendir í netbankann með sama hætti og gildir um textaskrár. Nánari leiðbeiningar eru innifaldar í Excel skjalinu.


Hafðu samband og pantaðu kynningu

  • Sérfræðingar aðstoða þig og veita þér ráðgjöf í síma 410 5000.
  • Einnig getur þú sent fyrirspurn á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is.

Textalyklar

Yfirlit textalykla