Erlendar greiðslur

Lausnir netbankans í erlendum greiðslum byggja á hagnýtri sjálfsafgreiðslu með innbyggðu viðskiptamannakerfi. Í netbankanum er einfalt og skilvirkt að framkvæma greiðslur til erlendra birgja og lánardrottna eða millifæra á erlenda reikninga.

Erlendar greiðslur í netbanka

Kerfið færir greiðslur beint til móttakanda óháð landi og kvittun er send um leið og greiðsla er innt af hendi. Hægt er að senda kvittun beint af vefnum til móttakanda og notendur geta sent greiðslustaðfestingu frá bankanum um leið og greitt er.

Forskráðar upplýsingar spara tíma og sjá til þess að yfirlit séu tæmandi. Hægt er að nálgast upplýsingar um greiðslur sem væntanlegar eru erlendis frá og móttakendur geta séð hvaða greiðslur muni berast inn á reikninga þegar þær hafa verið skráðar hjá erlendum bönkum.

Meginþættir kerfisins eru:

  • Forskráðar upplýsingar erlendra viðtakenda.
  • Alþjóðleg bankaleit.
  • Geymdar / greiddar bunkagreiðslur.
  • Kvittanir geymast í sjö ár.
  • Gengisviðmiðun.

Tengt efni

Handbók fyrir erlendar greiðslur í netbanka fyrirtækja

Flokkunarlyklar Seðlabanka Íslands um tilefni gjaldeyrisviðskipta

Lög, reglur og leiðbeiningar Seðlabanka Íslands