Fréttir

24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.

Eftirfarandi breytingar verða gerðar:

  • Viðmiðunartími gjalddaga og eindaga verður alltaf kl 24:00.
  • Alltaf verður hægt að greiða kröfur á eindaga án dráttarvaxta.
  • Engar undanþágur á kröfur með eindaga á lokuðum bankadegi:
    • Ekki verður hægt að greiða kröfur næsta virka bankadag án dráttarvaxta.
    • Ekki þarf að greiða kröfur síðasta bankadag. Þær verða án dráttarvaxta þó eindagi er á lokuðum bankadegi.
 
Dráttarvaxtaregla Dagafjöldi útreiknings Viðmiðunar dagur útreiknings Skýring
(Autt) 360/360 Gjalddagi Yfirtekur 7,8 og B
1 NA NA Engir dráttarvextir reiknast
2 360/360 Eindagi
3 360/360 Eindagi Ríkiskröfur
4 verður 5 Raun/360 Gjalddagi Hættir
5 Raun/360 Gjalddagi Yfirtekur 4 og 9
6 Raun/360 Eindagi
7 verður autt 360/360 Gjalddagi Hættir
8 verður autt 360/360 Gjalddagi Hættir
9 verður 5 Raun/360 Gjalddagi Hættir
B verður autt 360/360   Hættir
C 360/360 Ríkiskröfur

Eftir breytingu verða virkar dráttarvaxtareglur autt, 1, 2, 3, 5, 6 og C.

Þær kröfur með dráttarvaxtareglur 4,7,8,9 og B sem eru lifandi á útgáfudegi verða uppfærðar með ofangreindum dráttarvaxtareglum.

Kröfur sem verða stofnaðar með dráttarvaxtareglur 4,7,8,9 og B eftir útgáfudag verða uppfærðar með ofangreindum dráttarvaxtareglum við stofnun.

 
Dráttarvaxta regla Dagafjöldi útreiknings Viðmiðunar dagur útreiknings Skýring
eyða 360/360 gjalddagi Ef dráttarvextir reiknast á kröfuna þá er alltaf  reiknað frá gjalddaga til greiðsludags.
1 - - Engir dráttarvextir reiknast.
2 360/360 eindagi Ef dráttarvextir reiknast á kröfuna þá er alltaf  reiknað frá eindaga til greiðsludags.
3 360/360 eindagi 1% dráttarvextir reiknast á dag. - Ríkiskröfur.
Ef dráttarvextir reiknast á kröfuna þá er alltaf  reiknað frá eindaga til greiðsludags.
       
5 raun/360 gjalddagi Eins og dráttarvaxtaregla eyða nema dagafjöldi útreiknings er raun/360.
6 raun/360 eindagi Eins og dráttarvaxtaregla 2 nema dagafjöldi útreiknings er raun/360.
C 360/360 gjalddagi 5% dráttarvextir reiknast á dag. – Ríkiskröfur TIF (Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta) Ef dráttarvextir reiknast á kröfuna þá er alltaf  reiknað frá gjalddaga til greiðsludags.

Viðmiðunartími útreiknings er alltaf frá kl. 24:00 - 24:00.

Alltaf er hægt að greiða kröfur á eindaga án dráttarvaxta.

Ef gjalddagi og/eða eindagi er á lokuðum bankadegi þá er hægt að greiða kröfuna á eindaga án dráttarvaxta, ekki er hægt að greiða næsta bankadag án dráttarvaxta.

Fréttasafn