Fréttir

16. október 2018 15:09

Sending PDF skjala í Birtingarkerfið

Vakin er sérstök athygli á kafla 11.8 í nýútkominni Tæknihandbók B2B sem fjallar um sendingu PDF skjala í Birtingarkerfið. Um er að ræða nýja lausn frá Greiðsluveitunni sem auðveldar nýjum og núverandi sendendnum til mikilla muna að senda rafræn skjöl til birtingar í netbönkum. Ekki þarf lengur að vensla texta og myndir við stílsnið, heldur nægir einfaldlega að senda PDF skjal með B2B skeyti líkt og um viðhengi sé að ræða. Segja má að þetta sé bylting í framþróun Birtingarkerfisins sem er til þess fallin að auka aðgengi að þjónustunni og hækka um leið þjónustustig gagnvart bæði sendendum og viðtakendum.

Íslensku bankarnir eru nú um mundir að undirbúa birtingu PDF skjala en Landsbankinn lauk þeirri vinnu fyrr í haust. Það þýðir að sem stendur, geta einungis viðskiptavinir Landsbankans móttekið PDF skjöl í netbönkum og appi Landsbankans. Þess er þó skammt að bíða að aðrir bankar og sparisjóðir birti skjölin sömuleiðis sínum viðskiptavinum.

Sendendum er því bent á að hafa samband við Greiðsluveituna sem rekur Birtingarkerfið, til að fá nýjustu upplýsingar um stuðning annarra banka. Það nægir að senda tölvupóst á netfangið birtingur@gv.is.

Uppfært í janúar 2019: Nú geta einstaklingar og fyrirtæki móttekið PDF skjöl í netbanka og appi Arion og Íslandsbanka.

B2B tæknihandbók

 

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar