Fréttir

16. október 2018 15:08

Ný tæknihandbók komin út

Út er komin ný B2B tæknihandbók fyrir Landsbankaskemað í mjög endurbættri útgáfu. Fjögur ár eru liðin frá síðustu útgáfu og inniheldur nýja bókin yfir 200 breytingar. Víða hafa hagnýtu dæmin verið uppfærð og stuðningstexti dýpkaður og breikkaður. Samstarfsaðilum bankans, hugbúnaðarfyrirtækjum, innheimtufyrirtækjum og ekki síst viðskiptavinum færum við innilegustu þakkir fyrir góðar ábendingar og tillögur um auðgun texta og mynda í tæknihandbókinni.

B2B tæknihandbók

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar