Fréttir

19. apríl 2017 13:19

Sýnidæmi fyrir skilríkjameðhöndlun í sambankaskema

Vegna fyrirspurna hugbúnaðarfyrirtækja og erinda viðskiptavina sem tengjast sambankaþjónustunni fyrsta sinni (B2Bws / IOBWS), birtum við núna sýnidæmi um skilríkjamöndlun á Þjónustusíðum B2B:

Sambankaskema

Dæmið sýnir hvernig tengjast má sambankaþjónustunni með WSE 3.0 frá Microsoft. Dæmið er viljandi haft eins einfalt og kostur er, og sýnir einungis einföldustu leiðina til að tengjast bankanum og sækja gengi gærdagsins.

Sækja sýnidæmið (zip)

Ertu WCF reynslubolti og brellumeistari?

Flestir viðskiptavinir nota WSE 3.0 til að tengjast bankanum. Sumir viðskiptavinir nota aftur á móti WCF til að tengjast sambankaþjónustunni og ef þig langar að deila með okkur þinni WCF reynslu, þá þiggjum við það með þökkum á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is.

B2B - 15. janúar 2019 09:44

Endurnýjun á B2Bws skilríki Landsbankans 16. janúar 2019

Miðvikudaginn 16. janúar 2019 kl. 9.00 rennur út gildistími skilríkjanna sem Landsbankinn notar í rekstri B2Bws þjónustunnar (einnig þekkt sem IOBWS eða sambankaskema). Hugbúnaðarfyrirtæki og aðrir aðilar sem þjónusta B2Bws kerfi viðskiptavina bankans þurfa að grípa til ráðstafana vegna þessa. Hér að neðan eru stuttar leiðbeiningar sem geta orðið að gagni.


Nánar