Fréttir

28. október 2016 14:17

Fróðleikshornið: Um löginnheimtu krafna

- eða svonefnt lögfræðiástand krafna

Í marsmánuði 2015 kynntum við til sögunnar nýjung í vefþjónustum Landsbankans, um flutning krafna milli innheimtuauðkenna. Henni hefur verið svo vel tekið, að okkur er ljúft að benda á nytsemi hennará fleiri vegu. Því gerum við löginnheimtu að umtalsefni að þessu sinni.

Innheimtukrafa getur átt allt að þrjú tilvistarstig á ævi sinni; fruminnheimtu, milliinnheimtu og löginnheimtu. Stundum flakka þær til baka á fyrsta æviskeiðið og ganga í barndóm. Í enn öðrum tilfellum ganga þær í endur­nýjun lífdaga verði þær endurlífgaðar eftir niðurfellingu og er þá um nokkurs konar framhaldslíf að ræða. Ævisagan getur verið fjölbreytt og viðburðarík og þeim mun mikilvægara er fyrir alla málsaðila (kröfuhafa, greiðanda og aðra) að vel sé haldið utan um söguna.

Í áranna rás hefur myndast sú hefð ýmist af tæknilegum eða viðskiptalegum ástæðum, að fella niður kröfuna þegar löginnheimtuaðili fær málið til sín. En þannig þarf það ekki að vera. Innheimtukerfi Landsbankans býður upp á innheimtuþjónustur sérhannaðar fyrir löginnheimtu.

Löginnheimtukröfur með eigin textalykil (LQ)

Lausnin felst í því að færa kröfuna yfir í innheimtuþjónustu með textalykil LQ. Hann ber skýringuna Löginnheimta í innheimtukerfum allra banka og sparisjóða og birtist sem slíkur í netbanka greiðanda og kröfuhafa.

Tækni­lega séð er tilgangur löginnheimtu eingöngu sá að koma í veg fyrir að kröfu­hafar þurfi að niðurfella kröfur þegar þær eru komnar í löginnheimtu.

En viðskiptalega séð eru kostirnir enn fleiri. Þegar krafa er komin í lög­inn­heimtu breytist eðli hennar sjálfkrafa, hún missir greiðslu­hæfi­leikann. Hún getur því hvorki fengið  inn­borg­un (hlutagreiðslu) né fullnaðar­greiðslu en dráttarvextir halda áfram að reikn­ast daglega.

Löginnheimtufyrirtækið, sem er umráðaaðili kröf­unn­ar á nýja tilvistar­stig­inu, safnar kostnaði á sjálfa kröfuna með því að breyta henni stöðugt líkt og innheimtufyrirtækin gera á milliinnheimtu­stig­inu. Krafan er svo að endingu felld niður við lúkningu skuldar og verður því aldrei greidd í gegnum kröfupottinn.

Af því leiðir að endanlegt uppgjör fer fram með öðrum hætti. Tilgangur kröfunnar er eingöngu að halda utan um söguna þannig að hún sé öllum ljós, öllum stundum.

Margvíslegir kostir

Al­mennt gengur löginnheimtustig krafna út á skilvirkari ferla hjá bæði kröfu­hafanum og löginnheimtuaðilanum. Ávinningurinn er marg­þætt­ur:

  • Bætt upplýsingagjöf til skuldara
    • Óheppilegt er að kröfurnar einfaldlega hverfi úr ógreiddum reikningum í netbanka hans
  • Bætt upplýsingagjöf til kröfuhafa
    • Bætt ákvarðanataka
  • Bætt upplýsingagjöf til löginnheimtufyrirtækja
    • Betri eftirfylgni og aukinn rekjanleiki

Þegar reynt er aðgreiða kröfur í löginnheimtu, birta allir netbankar skila­boð á greiðslusíðum um að krafan sé ógreiðanleg þar sem hún er í lög­inn­heimtu.

Hvernig færi ég kröfu yfir í löginnheimtu?

Þjónustan hentar best viðskiptavinum í vefþjónustum (B2B og B2Bws) og þeir nota þá flutning krafna milli innheimtuauðkenna til að færa kröfuna. Bæði er hægt að færa hana beint úr fruminnheimtu yfir í löginnheimtu (þá er það kröfu­hafinn sem annast flutninginn) og eins má færa hana úr milli­inn­heimtu yfir í löginnheimtu (þá er það milliinnheimtufélagið sem annast flutn­inginn nema um annað sé samið).

Í netbankanum er ekki hægt að flytja kröfur milli auðkenna; þeir kröfu­­útgef­end­ur geta engu að síður stofnað löginnheimtukröfuna í net­bank­anum og fellt þá fyrri niður í staðinn. Hér er minnt á að textaykill þjón­ust­unnar verður að vera LQ.

Hvernig fæ ég löginnheimtuþjónustu?

Við stofnum þjónustuna fyrir þig. Hafðu endilega samband í síma 410 5000 eða fyrirtaeki@landsbankinn.is og við klárum málið með þér.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar