Fréttir

19. apríl 2016 07:34

Nýjung í IOBWS: STP greiðslur fyrir stórnotendur

Fyrir nokkru tók gildi ný virkni í STP greiðslum í sambankaskemanu (einnig nefndu IOBWS eða B2Bws). Nýjungin felst í sjálfri aðferðinni við framkvæmdina þar sem útfærsla Landsbankans er nokkuð nýstárleg og án fordæmis hérlendis. Styrkurinn felst í sveigjanleikanum eins og hér verður vikið að í kaflaskiptri umfjöllun:

Hvað er STP greiðsla?

STP greiðslur (e. Straight-Through-Process payments) virka þannig að þegar greiðandinn hefur sent greiðslubunkann úr sínu greiðslukerfi, greiðast þær strax. Þetta þýðir að STP greiðslur fara ekki til samþykktar í netbanka, heldur er greiðslustaðfestingarferlið fært af netinu og inn í greiðslukerfi greiðandans.

Hver er nýjungin núna?

Engin breyting er á stökum STP greiðslum; áfram þarf hvorutveggja í DoPayment skeytinu:

  • STP greiðsluréttindi (stillt af bankanum) og
  • Fullgilt skilríki frá Auðkenni (tegundin skiptir ekki máli)

Um bunkagreiðslur í DoPayments skeytinu gildir, að þriðja skilyrðið bætist við:

Nafn greiðslubunkans þarf að
hefjast á bókstöfunum "STP"

Ekki er um skemabreytingu að ræða. Greiðandinn ritar nafnið í valkvæða svæðið NameOfBatch, sjá bls. 20 í handbókinni:

Með þessari aðferð hefur greiðandinn val um það hverju sinni hvort að tiltekinn greiðslubunki sé STP náttúru eða ekki. Í því felst mikilvægur sveigjanleiki fyrir einn og sama notandann.

Hvaða skilríki ber að nota?

Meginreglan í STP er að persónuskilríki á borð við starfsskilríki séu notuð fyrir persónugerða B2B aðganga.

Sé vilji til að nota búnaðarskilríki til að greiða STP greiðslur, má nota ópersónugerðan B2B kerfisnotanda. Í flestum tilfellum er það fyrirkomulag óðráðlegt því reynslan sýnir að ópersónugerðir notendur hafa tilhneigingu til að fara í ófyrirséða dreifingu innan fyrirtækis. Því er eindregið mælt með persónuskilríkjum og persónugerðum aðgangi.

Nánari upplýsingar: netbanki@landsbankinn.is

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar