Fréttir

17. mars 2015 16:20

Nú er hægt að skipta um innheimtuauðkenni á kröfum

Miðvikudaginn 18. mars uppfærast vefþjónustur Landsbankans á þann veg að kröfuhafar geta fært kröfur á milli innheimtuauðkenna með hefðbundnum kröfubreytingaskeytum í báðum skemum. Skeytin taka engum útlitsbreytingum, eingöngu undirliggjandi virkni er að breytast. Hingað til hefur ekki verið hægt að færa kröfur á milli innheimtuauðkenna og er því um nýjung að ræða. Breytingin fór í loftið í nóvember 2014 til valinna fyrirtækja sem hafa annast viðtökuprófanir utanhúss og nú verður opnað fyrir hana til allra viðskiptavina.

Viðskiptalegar ástæður eru nokkrar og mikilvægt að átta sig á því hvað hér er á ferð:

  • Hægt er að breyta innheimtuauðkenni kröfu úr einni fruminnheimtuþjónustu yfir í aðra. Nýja auðkennið verður að vera innan sama bankanúmers því kröfur geta ekki flust á milli útibúa.
  • Hægt er að breyta innheimtuauðkenni úr fruminnheimtuþjónustu í milliinnheimtuþjónustu. Til að ferlið lukkist allt til enda þarf að vera fyrir hendi innheimtusamningur við téð milliinnheimtufélag. Milliinnheimtufyrirtækið getur yfirtekið kröfuna strax, svo fremi að eindagi sé liðinn (sjö daga reglan gildir ekki lengur).
  • Á meðan milliinnheimtufyrirtækið hefur ekki yfirtekið kröfuna, getur kröfuhafi breytt innheimtuauðkenninu aftur, þar með talið fært kröfuna til baka í annað fruminnheimtuauðkenni, ef vill.
  • Ekki er hægt að breyta innheimtuauðkenni úr milliinnheimtuþjónustu í fruminnheimtuþjónustu, eftir að krafa hefur verið tekin yfir af milliinnheimtufyrirtæki, heldur er áfram ætlast til þess að hefðbundnar skilaaðgerðir séu notaðar líkt og verið hefur í árafjöld.
  • Beingreiðslusamningur er óvirkur á breyttu kröfunni ef hún flyst milli textalykla, til dæmis úr 037 í 080 (úr 37 í 80). Aftur á móti virkar beingreiðslusamningurinn ef flutt er til dæmis úr 037 í 137 (úr 37 í 37).
  • Notendur þurfa ekki sérstakt leyfi umfram núverandi innheimtuleyfi til framangreindra aðgerða.
  • Nýjungin er ekki í boði í netbanka fyrirtækja.
  • Allar kröfubreytingar lúta breytingagjaldi samkvæmt verðskrá Landsbankans, þetta er sama breytingagjald og verið hefur fyrir allar almennar kröfubreytingar.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar