Fréttir

12. febrúar 2014 15:06

Fyrirspurn um hreyfðar kröfur innan dagsins

Það er ekki á hverju ári sem nýtt B2B skeyti lítur dagsins ljós – en nú er einmitt þannig gleðistund. Í febrúar kom út skeytið LI_Claim_todays_payment_info sem veitir upplýsingar um hvaða kröfur hafa fengið hlutagreiðslur og fullnaðargreiðslur innan núverandi dags

Aðgerðin lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu skoðun en hér er firnasterkt tól á ferðinni, hannað til stuðnings við önnur fyrirspurnarskeyti í innheimtunni. Kröfuhafi getur notað þetta skeyti sem nokkurs konar undanfara annarra fyrirspurna sem hann sendir í kjölfarið til að grennslast nánar fyrir um valdar kröfur, byggt á svari þessa skeytis. Til dæmis hentar skeytið afar vel með LI_Fyrirspurn_krafa og LI_Innheimta_fyrirspurn_greidslur_dags.

Umfjöllun um nýja skeytið er í kafla 9.10 í nýútkominni handbók.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar