Fréttir

08. nóvember 2013 15:55

Verðskrárbreyting í B2B vegna beinlínuaðgerða

Tekur gildi 1. janúar 2014

Þann 1. janúar 2014 tekur gildi breytt verðskrá í innheimtukerfinu, þeim hluta er varðar svonefndar beinlínufyrirspurnir til RB. Um er að ræða skeytið li_fyrirspurn_krafa og felst breytingin í eftirtöldu:

  • Notkun á skeytinu li_fyrirspurn_krafa kostar 1 krónu per innsenda fyrirspurn.
  • Fyrstu 1.000 fyrirspurnir mánaðarins eru án endurgjalds.

Um leið bjóðum við þér að skrá þig á kynningarfund þar sem sérfræðingar bankans kynna breytinguna og nýjar lausnir sem bjóðast á næstu mánuðum, viðskiptavinum til hagræðis og einkanlega þeim sem háðir eru beinlínuaðgerðum í daglegum rekstri.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar