Fréttir

10. apríl 2013 09:09

Ensk þýðing á tengimöguleikum

Undir flipanum Ítarefni á Þjónustusíðum B2B eru komin tvö ný skjöl, á sitt hvoru tungumálinu, með skýringarmyndum sem sýna tæknilega möguleika til að tengjast Landsbankanum með B2B:

Íslenska
Enska

Íslenska skjalið er efnislega óbreytt frá árinu 2008, þó með lítillega breyttri grafík. Enska skjalið er aftur á móti áður óbirt. Einu gildir hvort notað er Landsbankaskema eða sambankaskema; möguleikarnir eru hinir sömu.

Kröfur B2B notenda hafa mótast á rúmum áratug og bera merki ýmissa áhrifa og strauma. Til dæmis hefur færst í aukana að fyrirtæki veiti þriðja aðila rétt til bankasamskipta í sínu nafni. Þetta auðgar þjónustuna.

Hve torlæsar sem skýringarmyndirnar virðast í fyrstu, taka þær mót af fjölbreyttum þörfum fyrirtækja með ólíka starfshætti og vinnubrögð. Fyrir einhverja hafa þær vakningaráhrif. Þess vegna veita sérfræðingar Landsbankans viðskiptavinum og hugbúnaðarfyrirtækjum alla nánari fræðslu og ráðgjöf. Einföld skilaboð nægja og við höfum samband.

 

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar