Fréttir

22. mars 2013 16:05

Prófunarumhverfið lýkur göngu sinni

Prófunarumhverfi B2B hefur verið lokað. Í þess stað eru forritarar hvattir til að prófa í raunumhverfi. Á næstunni verður sýniforrit bankans uppfært þannig að það býður eingöngu upp á raunslóðina. Þangað til, nægir að breyta slóðinni handvirkt í forritinu. Engar breytingar eru á fyrirkomulagi innskráninga eða tæknilegri högun.

Ástæða breytingarinnar er einkum sú að hugbúnaðarfyrirtæki kjósa mun frekar nú en áður að þróa lausnir í raunumhverfi og öðlast öðlast þar meiri hugarró og þægindi en í prófunarumhverfinu. Þetta er auk þess eina leiðin núorðið til að gaumgæfa birtingu krafna, greiðslna og fleiri atriða hjá viðtakendum í netbönkum annarra banka.

Endurgreiðsla bankakostnaðar

Líkt og áður geta hugbúnaðarfyrirtæki óskað endurgreiðslu bankagjalda að lokinni vöruþróun eða nýsmíði mót B2B. Þetta á við um þróunarstarf í þágu sameiginlegra viðskiptavina hugbúnaðarfyrirtækja og Landsbankans, í trausti þess að fjöldi aðgerða sé hóflegur, hlaupi ekki á mörgum tugum eða hundruðum. Dæmi um þetta eru erlendar greiðslur, þar sem SWIFT kostnaður er skuldfærður við hverja greiðslu, innsending rafrænna skjala og stofnun innheimtukrafna.

Þegar þróunarfasi telst yfirstaðinn að mati hugbúnaðarfyrirtækis, nægir að senda tölvupóst til b2b@landsbankinn.is og óska endurgreiðslunnar. Landsbankinn áskilur sér rétt til að hafna endurgreiðslu að hluta eða heild ef færslufjöldi er umfram það sem eðlilegt getur talist.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar