Fréttir

26. febrúar 2013 08:26

Skilríkjanotkun í STP greiðslum bundin debetkortum

Í umfjöllun febrúar mánaðar árið 2010 gerðum við Straight-Through-Process greiðslur, eða STP greiðslur að umtalsefni. Slíkar greiðslur fara ekki til samþykktar í netbanka, heldur er greiðslustaðfestingarferlið fært af netinu og inn í bókhaldskerfi greiðanda.

Samhliða aukinni notkun skeytisins jukust væntingar markaðarins um frekari þróun aðgerðarinnar í takti við breytta tíma og þarfir fyrirtækja. Þrennt ber hæst;

  1. Að geta framkvæmt STP bunkagreiðslu 
  2. Að geta staðfest STP greiðslu með korti (skilríki) útgefnu af Auðkenni 
  3. Að geta hvoru tveggja (i og ii) í bæði Landsbankaskemanu og sambankaskemanu

Allt þrennt stendur til að bjóða viðskiptavinum Landsbankans með tíð og tíma. Hugbúnaðarfyrirtækjum landsins verður kunngjört um það fyrst allra þegar þar að kemur. Þangað til gildir að:

  • STP greiðslur geta eingöngu verið stakar (1:1) en ekki í formi bunkagreiðslna (1:n). Ímyndum okkur dæmi um útgreiðslubunka í bókhaldskerfinu með 10 greiðslum; þá þarf að senda bankanum greiðslurnar hverja í sínu lagi, alls 10 stykki og samþykkja alls tíu sinnum (rita sex stafa PIN númerið tíu sinnum). Lausnin hentar því ekki stórnotendum.
  • Eingöngu debetkort með rafrænu skilríki, útgefin af íslenskum banka njóta stuðnings en ekki hvítu plöstin frá Auðkenni.

Viltu prófa STP greiðslu?

Til að prófa STP greiðslur með eigin debetkorti í raunumhverfi, nægir að sækja sýniforrit bankans og lesa 8. kafla handbókarinnar. Forritið inniheldur kóða sem sýnir útfærsluna sem forritarinn leggur til grundvallar við endanlega hönnun í bókhaldskerfinu og / eða notar til prófunar á samskiptum við Landsbankann. Tilgangurinn er m.a. að auðvelda virðismat og innleiðingarákvörðun hugbúnaðarfyrirtækja auk þess sem forritið hentar einkar vel til að finna villur í hugbúnaðarsmíði (e. debug). Nánari upplýsingar eru veittar í netfanginu b2b@landsbankinn.is.


Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar