Fréttir

12. janúar 2012 16:31

Uppfærð tæknihandbók B2B

Út er komin ný tæknihandbók B2B, ætluð forriturum sem skrifa lausnir á móti vefþjónustu í Landsbankaskema. Að þessu sinni eru engin ný skeyti kynnt til sögunnar en nokkrir tugir málsgreina voru endurskrifaðir með dýpri og/eða breiðari umfjöllun, að beiðni lesendahópsins sem gerist sífellt víðfeðmari og fjölbreyttari.

Endurbætt efni þessarar útgáfu er ekki auðkennt sérstaklega. Efnisatriði stimpluð „Nýtt efni“ halda þeim stimpli frá vorinu 2010 þegar ný skeyti voru síðast smíðuð. Kapp var lagt á að lengja ekki efnið og er heildar blaðsíðufjöldinn nær óbreyttur.

Landsbankinn metur mikils þann áhuga sem hugbúnaðargeirinn veitir B2B þjónustunni. Aðgengi forritara að fræðsluefni er lykilatriði hagkvæmrar sjálfsafgreiðslu. Allt árið um kring senda lesendur inn hugmyndir að efnistökum handbóka sem B2B sérfræðingum bankans er sönn ánægja að bregðast við. Landsbankinn færir tillögusmiðum þakkir fyrir flott framlag.

Hafir þú ábendingar um efni sem þér finnst mega gera nánari skil í næstu útgáfu eða á þjónustusíðum, sendu okkur þá endilega póst. Engin hugmynd er of lítil.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar