Fréttir

26. maí 2011 14:40

Vefþjónusta fyrir lánasöfn fyrirtækja

Í byrjun maí mánaðar árið 2010 kynnti Landsbankinn hugbúnaðarfyrirtækjum og öðrum þjónustuaðilum bókhaldskerfa nýja skeytaþjónustu sem gerir fyrirtækjum kleift að nálgast lánaupplýsingar sínar með B2B skeytum til innlestrar í bókhaldskerfi fyrirtækisins. Haldnar voru kynningar í hugbúnaðarfyritækjum og er skeytunum lýst í 16. kafla handbókarinnar ásamt skemamyndum, breytulýsingum og XML dæmum.

Á þessum tólf mánuðum hafa hinir áhugasömustu prófað sig áfram með ágætum árangri en næstu vikur og mánuði mun Landsbankinn kynna skeytin meira út á við og kunngjöra viðskiptavinum þá möguleika sem lánaskeytin bjóða.

Þeir forritarar sem ekki hafa haft svigrúm til að nýta sér forskoðunartímabilið þurfa ekki að örvænta. Við nefnum hér veigamestu atriðin á eftir og bjóðum öllum áhugasömum að panta heimsókn sérfræðinga bankans til að ræða málin nánar.

Nánari lýsing

Skeytin skiptast í tvær spurningar:

 • Annars vegar spyr lántaki bankann; “hvaða lán á ég í bankanum?” og fær stutt svarskeyti til baka með einfaldri upptalningu á lánanúmerum.
 • Hins vegar spyr lántaki um sérhvert lán; “hver er staða lánsins?” og fær svar til baka með öllum þeim upplýsingum sem bankinn á annað borð getur veitt um lánið, þ.m.t. greiðsluflæði þess. Þetta er ítarlegra yfirlit en bjóðast almennt í netbönkum og miðast ávallt við síðasta virka bankamiðnætti.

Í fyrri spurningunni má þrengja spurninguna og spyrjast eingöngu fyrir um t.d. lifandi lán. Skeytið hentar einkum til að athuga hvaða lán fyrirtækið á hjá bankanum, t.d. í kjölfar nýrrar lántöku eða að lokinni uppgreiðslu.

Í síðari spurningunni sendir fyrirtækið eina fyrirspurn fyrir hvert lánanúmer svo gagnaafköst séu hámörkuð (svartími sem stystur), enda svarið gríðarlega langt fyrir hvert lán. Þrengja má fyrirspurnina með lánaleggsnúmerinu en það er valkvætt. Í daglegum rekstri geymir fyrirtækið svarskeytið, t.d. daglega eða vikulega og útbýr eigin söguskrá (log skrá).

Sitt er hvað, innlend lán og erlend

Spurningarnar tvær sem lýst er að framan, eru ólíkar eftir því hvort um er að ræða lán í íslenskum krónum eða erlendri mynt. Þetta er eingöngu vegna þess eðlismunar sem ríkir um gögnin. Efnislega er innihaldið svipað en tæknilega er blæbrigðamunur á framsetningu þeirra.

Skeytin eru þannig nefnd:

 • LI_Loans_get
  Fyrir grunnupplýsingar innlendra lána
 • LI_Loan_get_overview
  Fyrir ítarupplýsingar innlendra lána
 • LI_Loans_get_foreign
  Fyrir grunnupplýsingar erlendra lána
 • LI_Loan_get_foreign_overview
  Fyrir ítarupplýsingar erlendra lána

Af hagkvæmnisástæðum bera skeytin ensk heiti og innihaldið sömuleiðis.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar