Fréttir

03. mars 2011 10:57

Greiðslutilvísanir í innlendum millifærslum

Því háttar þannig í millifærslum (t.d. LI_Stofna_greidslur) að netbankar viðtakanda greiðslunnar yfirskrifa gjarnan tilvísanir og/eða kennitölu greiðanda í ákveðnum tilfellum. Við orðlengjum ekki hér sögulegar ástæður þessa en bendum á að sneiða má hjá hvoru tveggja í tveimur litlum skrefum:

  • Nota seðilnúmerið undir raunverulega tilvísun; þannig er tryggt að tilvísunin (í raun seðilnúmerið) sést ávallt í hvaða netbanka móttakanda sem er.
  • Nota tilvísunarsvæðið undir kennitölu greiðanda.

Reiknistofa bankanna sendir gögnin þá þannig til allra netbanka:

Til að setja hlutina betur í samhengi skoðum við hvernig til dæmis Einkabanki Landsbankans (netbanki einstaklinga) birtir sömu millifærslu. Viðbrögð Einkabankans eru að snúa kennitölunni yfir í nafn viðkomandi:

Það er allur gangur á því hvort netbankar varpa kennitölunni yfir í nafn eins og hér er gert. Í öllu falli er ljóst hver greiðir hverjum (kt/nafn) og af hverju (tilvísun).

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar