Fréttir

01. febrúar 2010 15:05

Straight-Through-Process greiðslur (STP Payments)

Frá mars 2009 er unnt að framkvæma greiðslur í B2B án þess að samþykkja þær í Fyrirtækjabankanum á netinu. Í staðinn er greiðslustaðfestingarkerfi bankans fært inn í bókhaldskerfið, hvar notandinn stingur persónulegu debetkorti sínu í innbyggðan kortalesara í tölvunni, í lyklaborðið, skjáinn eða utanáliggjandi USB kortalesara og ritar sex stafa PIN númer debetkortsins til staðfestingar aðgerðinni. Allt gerist þetta í bókhaldskerfi notandans, þannig að hann yfirgefur ekki vinnuumhverfi sitt á skjánum.

Á vormánuðum 2009 hélt bankinn röð námskeiða í STP greiðslum fyrir hugbúnaðarfyrirtæki en forsenda notkunar er auðvitað sú að útfærslan sé til staðar í bókhaldskerfi fyrirtækisins. Hér gildir hið fornkveðna, að XML vörur bankans eru í raun "ekki til" fyrr en þær eru reiðubúnar í kerfum viðskiptavina.

Landsbankanum er mikið í mun að fá sem flest hugbúnaðarfyrirtæki til samstarfs um útbreiðslu vörunnar. Til að auðvelda virðismat og innleiðingarákvörðun, bjóðum við kynningarhugbúnað án endurgjalds, með tilbúnum aðgerðum í raunumhverfi og fullu aðgengi að forritunarkóðanum. Hafið samband við b2b@landsbankinn.is eða í síma 410 9191 til að fá hann sendan í tölvupósti.

Lesa meira í tæknihandbók

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar