Fréttir

01. febrúar 2010 14:57

Kynningar á samtímauppgjöri kröfuhafa og innheimtufyrirtækja

Svonefnt samtímauppgjör var í mikilli sókn allt árið 2009 og stefnir í annað eins á þessu ári. Fjölmörg hugbúnaðarfyrirtæki bjóða kröfuhöfum tilbúnar lausnir vegna þessa með nauðsynlegum breytingum á innlestri kröfugreiðslna, einkum vegna þess að kröfugreiðslusvarið inniheldur öll svæði greiðslunnar, óháð því hvort notandinn á fullt tilkall til einstakra svæða. Þess vegna þarf að bregðast við í bókhaldskerfinu og gera viðeigandi ráðstafanir um leið og samtímauppgjöri er komið á.

Landsbankinn býður hugbúnaðarfyrirtækjum sérstakar kynningar á þjónustunni þar sem farið er í gegnum öll meginatriðin. Hafið samband í síma 410 9191 til að panta heimsókn sérfræðinga bankans eða sendið póst til b2b@landsbankinn.is.

Fjallað er um samtímauppgjör undir flipanum ítarefni á Þjónustusíðunum.

Lesa meira í tæknihandbók

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar