Fréttir

01. febrúar 2010 14:48

Að hámarki fimm þúsund kröfum skilað í síun

Haustið 2009 var svonefndu filter svæði bætt í kröfufyrirspurnarskeytið í B2B til að koma til móts við stórnotendur með miklar afkastaþarfir. Notkunin hefur mælst vel fyrir en rétt er að minna á að kjarninn getur ekki svarað meiru en 5.000 kröfum í einu.

Notandinn velur sjálfur hvernig svarið hlutast niður í skammtastærðir. Hann skilgreinir æskilega stærð svarsins og sendir skeytið oftar inn í staðinn eða þar til bankinn hefur svarað að fullu. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir ótæmandi svör því bankann þrýtur krafta (e. performance error) ef hann er spurður of stórra spurninga.

Mismunurinn á fj_faersla_fra og fj_faersla_til lýsir stærð svarsins sem óskað er eftir. Sambærilegt svæði hefur frá upphafi verið í sambankaskemanu og heitir þar EntryFrom og EntryTo. Síunin tengist kröfunúmerum á engan hátt.

Lesa meira í tæknihandbók

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar