Fréttir

11. desember 2009 16:17

Rafrænir reikningar í loftið

Í haust hóf Landsbankinn starfrækslu svonefnds Reikningapotts (RP) sem svipar mjög í hegðun til Kröfupotts (KP) Reiknistofu bankanna. Vefþjónustan í 12. kafla handbókarinnar gerir fyrirtækjum kleift að eiga samskipti við RP. Þar er hægt að gefa út reikning, fjarlægja reikning, leita að þeim, sækja og staðfesta. Með rafrænum reikningum er átt við reikninga á löggildu stöðluðu NES formi samkvæmt tækniforskrift TS-135 sem Staðlaráð Íslands gefur út og selur.

Skeytin hafa verið þaulreynd undanfarna mánuði en almenn kynning gagnvart fyrirtækjum hefst ekki fyrr en á nýju ári. Við bjóðum hugbúnaðarfyrirtækjum að prófa vefþjónustuna í raunumhverfi með fullri aðstoð og ráðgjöf sérfræðinga bankans. Eftirspurn rafrænna reikninga hefur vaxið hratt undanfarin ár og við bjóðum núna sem flestum að njóta afurðanna með okkur. Það nægir að senda einfalt svar við þess¬um pósti til að óska eftir leyfisveitingu.

Sjá umfjöllun á bls 279-310

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar